top of page

Höldum áfram að efla nýsköpun

Síðasta vetur vetur var starffólk Fab Lab Reykjavíkur duglegt við það að taka á móti hópum, fara í heimsóknir, veitia upplýsingar til þátttakenda hraðla og taka þátt í viðburðum.


Við erum stolt af því að vera hluti af því neti sem styður við hugvitsfólk og frumkvöðla er töluverð á Íslandi.


Í vetur munum starfsfólk Fab Lab Reykjavík halda áfram þessu góða strarfi! EF þú eða þitt teymmi er með hugmynd þá má alltaf hafa samband við okkur og athuga hvernig við getum aðstoða. Því Fab Lab Reykjavík leggjum áherslu á að efla nýsköpun í menntun, styðja við vöruþróun og hlúa að nýjum hugmyndum hjá fólki á öllum stigum samfélagsins. Sama hvort það sé með því að aðstoða þá einstaklinga sem nota aðstöðuna okkar eða með því að fara til annara og aðstoða þar. Alltaf er sótt eftir því að mynda tenginar og efla fjölbreyttu samfélagi fólks sem á það sameiginlegt að vera forvitið, lausnamiðað og þorir að prófa sig áfram.


En áður en við leggjum af stað í þennan vetur langar okkur að deila með broti af því góða starfi sem fór fram síðasta vetur.


Kynningar hér og þar

Hafey og Bryndís byrjuðu veturinn með því að fara á ráðstenfnu sem haldin var í Stapaskóla þann 12. ágúst 2023. Ráðstefnan Með gleðina að leiðarljósi: Kennarar sem leiðtogar og brautryðjendur í skapandi starfi sem haldin var af Samtök áhugafólks um skóla þróun Nánari upplýsingar um ráðstefnuna sjálfa má finna hér.



Hafey og Bryndís héldu þar kynningu á verkefninu Skapandi námssamfélag og hvenig það hefur náð að efla starfræna færni og smiðjur skólanna.



Að kynningu lokinni var opnað fyrir vinnusmiðju þar sem kennarar fengu handleiðslu í að vinna verkenfi fyrir vínyl skera.


Einnig tókum við þátt í Vísindavökunni sem má lesa nánar um hér.

Andri fór til Bali og tók þátt í FabFest Bali sem má lesa nánar um hér

Fab Lab Reykjavík stóð vaktina alla Mín framtíð helgina og kynnti tækniframoð sem er i boði.


Fab Lab Aðstoðaði teymi frá Icelandic Innovation Week og kynnti í Grósku á viðburðinum Gróska Take Over og Einnig var kynningaborð á opna húsinu hjá Sjávarklasanum á viðburðinum þeirra, Blá nýsköpun.



Stuðningur og kynningar fyrir nemendur

Bryndís fór annað árið í röð og kynnti fyrir 550 nemendum Háskóla Reykjavíkur mikilvægi þess að vinna frumgerðir.


Nemendur HR í áfangnum Nýköpun og stofnun fyrirtækja vinna í 3 vikur frá hugmynd að viðskiptatækifæri. Fá fyrirlestra í beinni þar sem þau sitja á öllum borðum í Sólinni og fá lskiulagða leiðsögn frá fagaðilum. Bryndís Steina var ein af 50+ aðilum frá nýsköpunarumhvefinu sem mætti með fyrirlestur og einnig var hún til staðar sem mentor.


Nemendur í nýsköpunaráföngum eins og t.d. Menntamaskína og Ungir frumkvöðlar sóttu Fab Lab Reykjavík til þess að vinna í hugmyndum sínum.


Listnámsnemendur koma regluelga til okkar og vinna í hinnum og þessum verkefnum en áhugaverðasta tilraun vetratins var á efa brennimerkinga tilraun.



Þá mætti nemandi Listaháskóla Íslands með heimaverðan ost og brennimerkti í hann sem hlut af verkefni. Ekki var ætlunin að borða ostinn, enda fylgir þessi aðferð ekki matvæla öryggisferlum en þetta var samt sem áður bara ein af mjög áhugaverðum tilraunum og frumerðum sem gerðar voru síðasta vetur.


Fab Lab Reykjavík tekur einnig á móti íslenskum nemendahópum í úrvinnslu verkefna sem og kynningar. En einnig er töluverður tími sem fer í að taka á móti nemenda og kennarahópum erlendis frá.



Stuðningur við atvinnuleytendur

Haldið var sjö vikna námskeið í Fab Lab Reykjavík fyrir atvinnuleitendur á skrá hjá Vinnumálastofnun árið 2022. Á námskeiðunum var farið yfir þau tæki og aðstöðu sem í boði eru hjá Fab Lab Reykjavíkur. Nánar má lesa um það verkefni hér.


Einnig hefur Bryndís reglulega hitt bæði ensku og íslensku mælandi hópa til að kynna þá möguleika sem Fab Lab hefur upp á að bjóða fyrir þátttakendur Frumkvæði.

Vinnumálastofnun stendur fyrir verkefninu Frumkvæði sem er úrræði fyrir þá sem eru á skrá hjá þeim og vilja skapa sér eigið starf og fara út í eigin rekstur.



Frá mörgu öðru má segja t.d. að farið var af stað í nýtt samstarfsverkefni CoCoon einnig að Fab Lab Reykjavík er hluti af Athafnaborginni Reykjavík og svo lengi má telja.


Það má því með sanni segja að það sé tilhlökkun til þeirra verkefna sem bíða okkar í vetur, einnig er tilhlökkun að sjá hvað ný verkefni banka á okkar dyr.


Fab Lab Reykjavík opnar sínar dyr aftur mánudaginn 14. ágúst, samkvæmt opnunartíma

Vertu velkomin til okkar að grúska og láta hugmyndir þína kveikna til lífsins.



Comments


bottom of page