top of page

Sjö vikna námskeið til að styrkja stöðu atvinnuleitenda

Fab Lab Reykjavík í samstarfi við Þjónustumiðstöð Breiðholts fékk, árið 2021, úthlutað styrk úr Þróunarsjóði um atvinnu og menntun. Tilgangur verkefnisins var að móta hagnýtt og starfstengt nám. Sjóðurinn var settur á laggirnar í tengslum við átak stjórnvalda til að mæta neikvæðum áhrifum COVID-19 faraldursins með það að markmiði að gera atvinnuleitendum kleift, einkum þeir sem hafa verið 12 mánuði eða lengur hjá Vinnumálastofnun að styrkja stöðu sína á íslenskum vinnumarkaði.


Haldið var sjö vikna námskeið í Fab Lab Reykjavík fyrir atvinnuleitendur á skrá hjá Vinnumálastofnun árið 2022. Á námskeiðunum var farið yfir þau tæki og aðstöðu sem í boði eru hjá Fab Lab Reykjavíkur.

Hvert námskeið fór fram á einni viku og var farið var yfir: vínylskera, geislaskera (lazer), 3D prentara, mótunargerð, stafrænna útsaumsvél og rafeindasvæði. Heildartími fyrir þessi sjö námskeið var 112 klukkustundir og allir þátttakendur sem kláruðu námskeið fengu viðurkenningarskjal.

Þessi röð af sjö námskeiðum voru haldin á vorönn og svo aftur á haustönn 2022. Mikill áhugi var hjá atvinnuleitendum að sitja þessi námskeið og myndaðist langur biðlisti. Markmið námskeiðanna var að þátttakendur yrðu færir að vinna sjálfstætt á tæki og hugbúnað. Ekki var gerð krafa um fyrri menntun eða reynslu og náðu allir þátttakendur góðum tökum á tækjunum og voru mörg skemmtileg verkefni þróuð af þátttakendum.

Meðfylgjandi eru sýnidæmi af verkefnum sem þátttakendur þróuðu á námskeiðunum og enn fleiri sýnidæmi er hægt að finna á www.fabmennt.com


Á vínylskera-námskeiði skáru þátttakendur út vínylfilmur, annar svegar veggjavínyl sem hægt er að líma á alla flata fleti og hins vegar textílvínyl sem hægt er að hitapressa á efni og flíkur.


Á geislaskera-námskeiði brennimerktu og skáru þátttakendur út verkefni í plötur, annarsvegar timburplötur og hinsvegar akrílplötur eða plexygler.


Á þrívíddar-námskeiði fengu þátttakendur þjálfun í þrívíddarhugbúnaði og þróuðu sín eigin þrívíddarmódel sem voru svo prentuð út í þrívíddarprenturum.


Á námskeiði í mótunargerð tóku þátttakendur mót af líkamspörtum og/eða litlum hlutum og steyptu í mótin með m.a. súkkulaði, gifsi og steypu.


Á námskeiði í stafrænni útsaumsvél þróuðu þátttakendur sínar eigin hannanir sem saumaðar voru út í efni eða flíkur.


Á rafeinda-námskeiði fengu þátttakendur þjálfun í samsetningu á rafeindabúnaði, lóðun íhluta í fræsta rafrás og grunnforritun rafbúnaðar.


Á námskeiði í stafrænum fræsi þróuðu þátttakendur verkefni sem fræst voru út í viðarplötur og voru fræstir út skurðarbretti, skilti o.fl.




Comentários


bottom of page