Um okkur
6
Starfsmenn
20+
Vélar og tæki
∞
Hugmyndir
Þetta byrjaði allt 2014
Fab Lab Reykjavík er hluti af Fab Lab Ísland og var opnað 24. janúar 2014. Fab Lab Reykjavík er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis og Fjölbrautaskólans í Breiðholti með stuðningi mennta- og barnamálaráðuneytis. Verkefnið felst í að reka stafræna smiðju sem styður við nýsköpunarhugmyndir meðal almennings, innan menntastofnana og í atvinnulífinu.
Fab Lab Reykjavík er staðsett í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og er hluti af skapandi samfélagi Breiðholts. Með öflugu samstarfi hefur Fab Lab Reykjavík vaxið og hefur nú sex starfsmenn sem styðja við sköpunarkraft borgarbúa, þróa nýsköpunarhugmyndir og efla tæknilæsi.
Markmið Fab Lab Reykjavík er að efla nýsköpun í samfélaginu. Til að ná markmiðum okkar leggjum við áherslu á að efla nýsköpun í menntun, styðja við vöruþróun fyrirtækja og hlúa að nýjum hugmyndum hjá fólki á öllum stigum samfélagsins. Fab Lab myndar þannig skemmtilegt skapandi samfélag með fjölbreyttum hópi fólks sem á það sameiginlegt að vera forvitin, lausnamiðuð og þor til að prófa.
Nánar um okkur
Þóra
Þóra er með B.Sc gráðu í Sálfræði og M.Sc í Sálfræðikennslu. Hún hefur starfað við námsefnisþróun í nýsköpunarmennt. Þóra brennur fyrir því að auðvelda ungmennum að láta hugmyndir sínar verða að veruleika. Hún hefur komið að nýsköpun víðsvegar í samfélaginu.
Þóra Óskarsdóttir
Forstöðukona
Bryndís Steina Friðgeirsdóttir
Sérfræðingur
Bryndís
Bryndís Steina, sérfræðingur á sviði upplýsingar og menntamála, heldur utan um menntaverkefni sem hafa verið í miklum vexti má þar nefna t.d. MEMA nýsköpunarhraðlinn, Skapandi námssamfélag auk verkefna á háskólastigi og aðþjóðlegra samstarfsverkefna.
Bryndís er með M.Ed. gráði í kennslufræði. B.A. í spænsku og Diplóma í frumkvöðlafræðum og ljósmyndun.
Arnar
Arnar hefur lokið Diplómu í fljótvirkri frumgerðarsmíði frá FabAcademy. Hann hefur verið viðloðin Fab Lab Reykjavík nánast frá upphafi. Hann er mikill grúskari og getur reddað öllu. Arnar passar líka uppá að við gleymum ekki að vera Nörd
Arnar Daði Þórisson
Tæknifulltrúi
Hafey Viktoría Hallgrímsdóttir
Tæknifulltrúi
Hafey
Hafey er með stúdentspróf á Nýsköpunar- og tæknibraut frá FNV, hefur lokið Diplómu í fljótvirkri frumgerðarsmíði frá FabAcademy og er í námi við Bifröst í Viðskiptafræði með áherslu á verkefnastjórnun, BS. Hafey vill að fólk fái tækifæri til að nýta sköpunargleðina og prufa sig áfram í því sem það hefur áhuga á. Hún sjálf hefur mikinn áhuga á búningagerð og að gera venjulega hluti persónulegri.
Andri
Andri er menntaður í tölvuleikja framleiðslu ásamt því að vera tölvunarfræðingur.
Andri hefur áhuga á allskonar tækni og nýsköpun og hefur sótt um og fengið ýmsa styrki til þróunar og kennslu í nýsköpun og þróun.
Andri Sæmundsson M.Sc, B.Sc
Tæknisérfræðingur
Magnús Pétursson
Tæknifulltrúi
Magnús
Magnús er nemandi í FB og hefur starfað í smiðjunni í tvö ár.
Hann hefur sérstakan áhuga á Tölvuíhlutum, Þrívíddarprentun, Lyklaborðum og Hljómtækjum.