Námskeið

Stefnt er að því að halda hvert námskeið einu sinni í mánuði, fer eftir skráningu hverju sinni. Í lok hvers námskeiðs þreyta þátttakendur stöðukönnun. Öll námskeið fara fram í Fab Lab Reykjavík í húsnæði Fjölbrautarskólans í Breiðholti. 

Námskeið sem boðin eru upp á:

 

Námskeið í Vínylskerum hjá Fab Lab Reykjavík.

 

Á námskeiðinu er farið ítarlega í Vínylskera, hvernig unnið er á tækið, viðhald og myndvinnsla í Inkscape, fríum hugbúnaði fyrir vektorgrafík. Í Inkscape verður farið yfir allar helstu aðgerðir sem nauðsynlegt er að kunna til þess að undirbúa skjöl fyrir vínylskurð. Þátttakendur skera út verkefni í vínylfilmur, annarsvegar veggjavínyl sem hægt er að líma á alla flata fleti og hinsvegar textílvínyl sem hægt er að hitapressa á efni og flíkur.

Ávinningur þátttakenda er þjálfun og reynsla í myndvinnslu í vektorgrafík ásamt þjálfun og reynsla í notkun vínylskera með það markmið að geta unnið sjálfstætt í hugbúnaði og tæki.

Ekki er gerð krafa um fyrri menntun eða reynslu en námskeiðið gæti sérstaklega nýst kennurum, frumkvöðlum, listamönnum, hönnuðum og þeim sem hafa áhuga á grafískri hönnun og stafrænni framleiðslu.

Námskeið í Vínylskerum er haldið á tveimur dögum, fjórar klukkustundir í senn, heildartími átta klukkustundir. Hámarksfjöldi þátttakenda er 12 manns.

Verð 50.000 krónur. Innifalið í verði er grunn-efniskostnaður.

Næsta námskeið verður haldið dagana 30. Nóvember og 1. Desember 2022.

 

Skráning í gegnum netfangið andri@flr.is

Kannaðu málið hjá Vinnumálastofnun eða þínu stéttarfélagi hvort þú eigir rétt á styrk til að sækja námskeið.

Námskeið í Geislaskerum hjá Fab Lab Reykjavík

 

Á námskeiðinu er farið ítarlega í Geislaskera, hvernig unnið er á tækið og myndvinnsla í Inkscape, fríum hugbúnaði fyrir vektorgrafík. Í Inkscape verður farið yfir allar helstu aðgerðir sem nauðsynlegt er að kunna til þess að undirbúa skjöl fyrir brennimerkingu og skurð með geislaskera. Þátttakendur brennimerkja og skera út verkefni í plötur, annarsvegar timburplötur og hinsvegar akrílplötur eða plexygler.

Ávinningur þátttakenda er þjálfun og reynsla í myndvinnslu í vektorgrafík ásamt þjálfun og reynsla í notkun geislaskera með það markmið að geta unnið sjálfstætt í hugbúnaði og tæki.

Ekki er gerð krafa um fyrri menntun eða reynslu en námskeiðið gæti sérstaklega nýst kennurum, frumkvöðlum, listamönnum, hönnuðum, arkitektum, smiðum og þeim sem hafa áhuga á grafískri hönnun og stafrænni framleiðslu.

Námskeið í Geislaskerum er haldið á tveimur dögum, fjórar klukkustundir í senn, heildartími átta klukkustundir. Hámarksfjöldi þátttakenda er 12 manns.

Verð 50.000 krónur. Innifalið í verði er grunn-efniskostnaður.

Ekki er komin dagsetning fyrir næsta námskeið.

Áhugasamir hafi samband í gegnum netfangið andri@flr.is

Kannaðu málið hjá Vinnumálastofnun eða þínu stéttarfélagi hvort þú eigir rétt á styrk til að sækja námskeið.

Námskeið í Þrívídd og þrívíddarprentun hjá Fab Lab Reykjavík

 

Á námskeiðinu er farið ítarlega í Þrívíddarprentara, hvernig unnið er á tækið og þrívíddarhönnun í Tinkercad, fríum hugbúnaði fyrir stafræna þrívíddarmótun. Í Tinkercad verður farið yfir allar helstu aðgerðir til þess að þróa þrívíddarmódel frá grunni. Að auki verður farið yfir hvernig unnið er á þrívíddarprentara og hvernig þrívíddarmódel eru undirbúin fyrir þrívíddarprentun. 

Ávinningur þátttakenda er þjálfun og reynsla í þrívíddarmótun ásamt þjálfun og reynsla í notkun þrívíddarprentara með það markmið að geta unnið sjálfstætt í hugbúnaði og tæki.

Ekki er gerð krafa um fyrri menntun eða reynslu en námskeiðið gæti sérstaklega nýst kennurum, frumkvöðlum, listamönnum, hönnuðum, arkitektum, smiðum og þeim sem hafa áhuga á grafískri hönnun og stafrænni framleiðslu.

Námskeið í Þrívídd og þrívíddarprentun er haldið á tveimur dögum, fjórar klukkustundir í senn, heildartími átta klukkustundir. Hámarksfjöldi þátttakenda er 10 manns.

Verð 50.000 krónur. Innifalið í verði er grunn-efniskostnaður.

Ekki er komin dagsetning fyrir næsta námskeið.

Áhugasamir hafi samband í gegnum netfangið andri@flr.is

Kannaðu málið hjá Vinnumálastofnun eða þínu stéttarfélagi hvort þú eigir rétt á styrk til að sækja námskeið.

Öryggisnámskeið fyrir Shopbot fræsi

 

Á námskeiðinu er farið ítarlega í öll öryggisatriði sem hafa þarf í huga þegar unnið er á Shopbot fræsinn. Nauðsynlegt er að klára öryggisnámskeið áður en unnið er á fræsinn.

Verð 3.000 krónur.

Námskeið eru haldin annan miðvikudag hvers mánaðar.

Áhugasamir hafi samband í gegnum netfangið arnar@flr.is

Kannaðu málið hjá Vinnumálastofnun eða þínu stéttarfélagi hvort þú eigir rétt á styrk til að sækja námskeið.

Skapandi Námssamfélag og Fab Lab Reykjavík

Hér er hægt að sækja allt kennsluefni úr Skapandi námssamfélagi verkefninu í .pdf formi.

Kennslubókin er til á Íslensku/Ensku, Íslensku/Íslensku og Ensku/Ensku

sscover-page-001.jpg
islsislSN_Bok_isl-isl_med_bak_og_forsidu (2)-page-001.jpg
ssscUpdated_SN_Bok_ens-ens_med_bak_og_forsidu-page-001.jpg
drawing 3D fram-page-001.jpg
MysliLeidbeiningar.PNG
SysladMedMysli.PNG
EndurskinCover.PNG

Kennsluefni

Unnið er að kennsluvef í tækjum og tólum Fab Lab.

Hægt er að hala niður verkefnalýsingum og finna leiðbeiningar á

www.fabmennt.com