top of page

CoCoon-samstarfsverkefnið fær 150 milljónir til að efla græna nýsköpun


Fab Lab Reykjavík og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hafa ásamt öflugum samstarfsaðilum staðið í ströngu við að þróa verkefni undir heitinu CoCoon. Verkefnið hefur nú verið samþykkt af Erasmus+ sjóðnum sem kjarnaaðgerð í flokki framsýnna verkefna og hlýtur fjármögnun uppá eina milljón evra. Verkefnahópurinn mun velja hagnýtar aðferðir á sviði lífhönnunar (e. biodesign) og þróa í kennsluefni fyrir framhalds- og háskóla.


Verkefnið heitir „COCOON – Co-Creating greener futures; developing and transferring innovative bio-design modules for education to accelerate the green transition“ eða Sköpum grænni framtíðir - þróun og innleiðing lífhönnunarvinnustofa í menntun til að hraða grænni umbreytingu.


Markmið verkefnisins er að hraða grænni umbreytingu í hönnunar- og byggingargreinum sem gerir fólki kleift að finna nýjar leiðir til að búa til umhverfisvænar vörur. Verkefnið leggur jafnframt áherslu á að móta stefnu um opinn aðgang að grænum vinnustofum (Green Labs) svipað og þekkist í Fab Lab smiðjum. Opin aðgangur að slíkum smiðjum, gerir fólki kleift að þróa og prófa tæknilega flóknar nýjungar sem byggja á vísindalausnum. Slíkar lausnir eru nauðsynlegar á mörgum sviðum hönnunar- og byggingagreina til að hefja græna umbreytingu. Verkefnið mun standa yfir næstu þrjú árin.

Í CoCoon verkefninu verða þróaðar 10 vinnustofur sem byggja á ólíkum aðferðum lífhönnunar. Til að ná til frumkvöðla, grúskara, hönnuða, kennara og nemenda á háskóla- og framhaldsskólastigi verða aðferðirnar innleiddar í nám samstarfsskólanna og í vinnustofur innan Fab Lab smiðja. Gert er ráð fyrir að 50 frumgerðir á sviði lífhönnunar verði til í verkefninu.



BioCatalytic Cell was developed during a Biophotovoltaic seminar at the Institute for Advanced Architecture of Catalonia (IAAC) at the Master in Advanced Architecture program in 2016.     Project by: Thora H Arnardottir, Jessica Dias & Christopher Wong  Tutors: Chiara Farinea, Paolo Bombelli, Carmelo Zappulla & Maria Kuptsova. Biology Support: Núria Conde Pueyo Guest Advisor: Claudia Pasquero
BioCatalytic Cell, Þóra Hafdís Arnardóttir

Þóra Óskarsdóttir og Bryndís Steina Friðgeirsdóttir eru í Lissabon og taka þar þátt í að hrinda verkefninu formlega í gang. Á næstu mánuðum munu því skapast aukin tækifæri til lífhönnunar í Fab Lab Reykjavík. Við treystum á ykkur kæra hugvitsfólk að koma með hugmyndirnar.

Samstarfsaðilar verkefnisins eru:

Fjölbrautaskólinn í Breiðholti sem mun þróa námsefnið með samstarfsaðilum og bera ábyrgð á innleiðingu í framhaldsskólastigið sem er lykilþáttur í grænni umbreytingu á sviði byggingar- og hönnunargreina

Meðal samstarfsaðila verkefnisins eru þrjár af fremstu Fab Lab smiðjum Evrópu. Smiðjurnar munu leiða innleiðingu lífhönnunar til frumkvöðla og almennings. Innleiðingin fer fram í gegnum vinnustofur í Fab Lab smiðjunum, en einnig í gegnum þróun á frumgerðum í samstarfi við hugvitsfólk.


Fab Lab smiður verkefnisins eru:


Samstarfsaðilar verkefnisins eru einnig eftirtalin rannsóknasetur, sem eru leiðandi í lífhönnun og vistkerfum nýsköpunar:


Þar sem lífhönnun er í stöðugri þróun og til að halda í við kvikt umhverfi grænnar nýsköpunar munu einnig verða kallaðir til rannsakendur frá öðrum rannsóknarsetrum. Þeir eru meðal annarra:


Þóra Hafdís Arnardóttir er rannsakandi hjá Hub for Biotechnology for the Built Environment og Lektor í Central Saint Martins. Rannsóknir hennar eru á sviði lífhönnunar og þróun aðferða til að nýta örverur í byggingariðnaði


AALTO háskóli hefur nú þegar auglýst eftir doktorsnemum sem vilja taka þátt í verkefninu og


Lykilorð: Green Transition, Biodesign, Biomaterials, Biotechnologies, Green Labs ecosystem.




bottom of page