Ultimaker 3 Extended
Ultimaker 3 Extended er þrívíddarprentari sem notar plastþræði til að móta efnið í form. Ultimaker 3 inniheldur tvo prenthausa sem býður upp á þá mögleika að prenta úr tveimur litum eða efnum. Hægt er nota efni sem leysist upp í vatni sem stuðning fyrir flóknari form.
Tækjanotkun
Þegar tæki er notað á opnunar tíma samhliða öðrum notendum.
Á opnunartímum geta myndast raðir í tækin og þá er mikilvægt að skiptast á.
Þegar raðir myndast má einungis ljúka við eitt skjal í einu, þá er næsta notanda hleypt og þú færist aftast í röðina.
Þrívíddarprentun er alltaf greidd fyrirfram.
Þrívíddar prentun er alltaf á ábyrgð notanda og því þarf að greiða fyrir kostnað við verkefni þótt að þau mistakist.
Þrívíddarprentun getur tekið langan tíma og margir sem vilja komast að í prentarana á almennum opnunartíma.
Verðskráin miðast við verkefni sem taka styttri tíma en 5 klukkutíma.
Lengri verkefni þarf að ræða sérstaklega við starfsmann.
Verðskrá
Tækjanotkun kostar 500 kr. fyrir hvern klukkutíma.
Ef tæki er tekið frá kostar 3000 kr. fyrir hvern klukkutíma.
Efniskostnaður bætist við tímaverð.
Efni | Verð |
---|---|
Annað | 40 kr. |
PLA | 20 kr. |