top of page
Shopbot.jpg

ShopBot

Risastór tölvustýrður viðarfræsir sem getur fræst í alls konar efni en ekki málma. Mjög nákvæmur í skurði og þrívíðri fræsingu.

Tækjanotkun

ATH: Til að geta notað fræsinn þarf að hafa klárað öryggisnámskeið. Æskilegt væri að hafa þekkingu á leysiskera eða sambærilegum framleiðslubúnað til að geta bókað námskeiðið. Í námskeiðinu er farið yfir öryggi, hvernig á að stjórna honum og hvernig á að umgangast hann.

Forritin sem við notum til að undirbúa skjöl fyrir fræsinn eru VCarve og Fusion 360.

Smellið hér fyrir skráningu á öryggisnámskeiðið.

Fræsinn fer í sumarfrí eftir 10 maí.

Verðskrá

Öryggisnámskeið kostar 3000 kr. á mann og max 4 á hvert námskeið. Tækjabókun kostar 4000 kr. á klukkutímann .
Fyrir hjálp við teikningar mælum við með að koma á opið hús.
Ef þarf að láta teikna fyrir sig skoðið kaflann Ráðgjöf og teikning.

 

Shopbot þarf alltaf að bóka sérstaklega, hann er því algerlega tekin frá í þann tíma sem er hann er bókaður. Greitt er fyrir þann tíma sem Shopbot er bókaður, notendur eru þó velkomnir að mæta fyrr til að undirbúa skjöl og er ekki greitt sérstaklega fyrir það. Einnig er hjálp við teikningar er hægt að fá á opnu húsi. 

Það þarf að koma með sitt eigið efni ef það er ekki hægt að nýta afganga sem eru á staðnum.

Innifalið í tímagjaldi eru grunnbitar í shopbot. Greitt er sérstaklega fyrir notkun á dýrari bitum.

Frumgerðir og þróunarverkefni geta verið skráð sérstaklega í Fab Lab Reykjavík, þessi verkefni fá sérstakan stuðning og geta fengið afslátt af verðskrá Fab Lab Reykjavíkur.

Talaðu við starfsfólk ef þú telur að verkefni þitt falli undir þróunarverkefni. 

Shopbot er ætlaður til að þróa frumgerðir að hugmyndum og til að læra á CNC fræsun t.d með persónulegu verkefni. 

Shopbot má ekki nota til að framleiða vörur til endursölu.

Tæknilegar upplýsingar

Skurðarflötur: 2750x1500x180mm

Skrár: .SBP

Sýnidæmi

bottom of page