Roland GX-24
Vínylskerinn er rafknúinn hnífur sem getur skorið í mismunandi efni. Þau efni sem við erum með eru vínyllímmiði, textílvínyll og kopar. Einnig er hægt að skipta hnífnum út fyrir skriffæri til að þykjast vera atvinnu listamaður.
Tækjanotkun
Þegar tæki er notað á opnunar tíma samhliða öðrum notendum. Á opnunar tímum geta myndast raðir í tækin og þá er mikilvægt að skiptast á. Þegar raðir myndast má einungis ljúka við eitt skjal í einu, þá er næsta notanda hleypt og þú færist aftast í röðina.
Verðskrá
Verð miðast við lengdarmeter
Efni | Verð |
---|---|
Veggjalímmiði | 2500 kr. |
Fatalímmiði | 3000 kr. |
Endurskin | 5500 kr. |
Sjálflýsandi Veggjalímmiði | 4500 kr. |
Sjálflýsandi Fatalímmiði | 7500 kr. |
Afgangar | 500 kr. |
Stutterma bolir | 2000 kr. |
Langerma bolir | 2500 kr. |
Töskur | 1500 kr. |
Efni sem er til í smiðjunni:
Vínyllímmiðar: Allir litir regnbogans og aðeins meira.
Textílvínyll: Allir litir regnbogans og aðeins meira, endurskin og glimmer.
Kopar: 140 mm breytt
Kostnaður við tækjanotkun er innifalin í efnisgjöldum þegar fólk kaupir efni í Fab Lab, nema þegar um smáframleiðslu er að ræða. Þegar fólk kemur með önnur efni er óvíst hvort það passi fyrir tækjabúnað Fab Lab og því þarf að athuga þarf efnin sérstaklega.
Talaðu við starfsmann ef þú kemur með þitt eigið efni.
Tæknilegar upplýsingar
Stærð efnis sem er hægt að setja í: 50 - 700mm
Hámarks skurðarflötur: 580 mm breytt fyrir límmiða og 480mm fyrir textíl. Mælt er með 1000 mm á lengd.
Skrár: .PDF
Hámarks þykkt efnis: 1 mm