top of page

Námskeið í vínylskerum hjá Fab Lab Reykjavík.

Á námskeiðinu er farið ítarlega í vínylskera, hvernig unnið er á tækið, viðhald og myndvinnsla í Inkscape, fríum hugbúnaði fyrir vektorgrafík. Í Inkscape verður farið yfir allar helstu aðgerðir sem nauðsynlegt er að kunna til þess að undirbúa skjöl fyrir vínylskurð. Þátttakendur skera út verkefni í vínylfilmur, annarsvegar veggjavínyl sem hægt er að líma á alla flata fleti og hinsvegar textílvínyl sem hægt er að hitapressa á efni og flíkur.

Ávinningur þátttakenda er þjálfun og reynsla í myndvinnslu í vektorgrafík ásamt þjálfun og reynsla í notkun vínylskera með það markmið að geta unnið sjálfstætt í hugbúnaði og tæki.

Ekki er gerð krafa um fyrri menntun eða reynslu en námskeiðið gæti sérstaklega nýst kennurum, frumkvöðlum, listamönnum, hönnuðum og þeim sem hafa áhuga á grafískri hönnun og stafrænni framleiðslu.

Námskeið í vínylskerum er haldið á tveimur dögum, fjórar klukkustundir í senn, heildartími átta klukkustundir. Hámarksfjöldi þátttakenda er 12 manns.

Verð 50.000 krónur. Innifalið í verði er grunn-efniskostnaður.

Næsta námskeið verður haldið dagana 30. Nóvember og 1. Desember 2022.


Skráning í gegnum netfangið andri@flr.is

Kannaðu málið hjá Vinnumálastofnun eða þínu stéttarfélagi hvort þú eigir rétt á styrk til að sækja námskeið.

bottom of page