top of page

Hundahjólastóll fyrir Lady

Hundurinn Lady lenti í óhappi og á erfitt með að nota afturfæturna. Eigandi Lady hefur notað Fab Lab Reykjavík smiðjuna til þess að útbúa hjólastól fyrir Lady. Með því að nota ódýr efni ásamt þrívíddarprentun er búið að útbúa tvær útgáfur af hjólastól fyrir Lady. Fyrsta útgáfan var hönnun af hundahjólastól sem var fundin á netinu en sú útgáfa hafði nokkra galla og var því ráðist í nýja hönnun. Seinni hönnunin er stöðugri og hentar Lady mun betur. Lady var fljót að venjast hjólastólnum og getur nú leikið sér úti með öðrum hundum.

Það er skemmtilegt að sjá hvernig hugmundarflug og hönnun hefur aukið gleði og bætt lífsgæði Lady.


Skoðið myndirnar og sjáið eiganda Lady ásamt báðum útgáfum af hundahjólastólnum.Comments


bottom of page