top of page

Fab Academia 2023

Janúar 2023 byrjuðu þrír Íslendingar í alþjóðlegu nám í stafrænni framleiðslutækni sem ber nafnið Fab Academy. Markmið Fab Academy er að einstaklingar öðlist hæfni í stafrænni framleiðslutækni, rafeindatækni, forritun og svo lengi má telja. Námið fer fram á sex mánuðum og er kennt af Neil Gershenfeld prófessor hjá MIT háskólanum í Boston í Bandaríkjunum frá janúar til júní.




Einstaklingar sem sækja námið sækja fyrirlestar á netinu og læra um stafræna framleiðslutækni með góðu aðgengi að fullkomnum tækjabúnaði og aðstöðu. Námið er þungt en nemendur þess öðlast mikla þekking á tækniþekkingu framtíðarinna sem sífellt er verið að sækja eftir í atvinnulífinu hér á landi og víða um heiminn.


Hafey Hallgrímsdóttir og Andri Sæmundsson starfsmenn Fab Lab Reykjavík voru tveir af þremur þáttakendur frá Íslandi í ár. Allir nemendur fá leiðsög frá Fab Academy leiðbeinendum í sínu heimalandi. Hafey sótti leiðsöng til Fab Lab Ísafjörður og Andri til Fab Lab Lab Akureyri. Nánari upplýsingar um öll Fab Lab á Íslandi má sjá hér.


Nemendur í ár voru að skila um tveimur verkefnum á viku. Einnig tóku þau þátt í umræðum og fengu stuðning gegnum Global Fab Academy network á netinu.

Allir sem kláruðu námið kynntu lokaverkefni sín í byrjun júní. Kynningar starfsmanna Fab Lab Reykjavík sem og öll verkefni sem þau unnu á þessu tímabili, má sjá á heimasíðum þeirra.

Heimasíðan hennar Hafey Viktoríu Hallgrímsdóttur má finna hér

Heimasíðan hans Andra Sæmundssyni má finna hér


Hér má sjá kynningarmyndband um lokaverkefni þeirra:


Pride Pannier belti sem Hafey bjó til. Nánari útlisun um hvernig hún vann verkefnið má sjá á heimasíðu hennar undir Final Project.



Vermicompost monitoring system sem Andri Sæmundsson bjó til. Nánari lýsing á hvernig hann útfærði verkefnið má lesa hér.



Við óskum þeim og öllum þeim sem kláruðu þetta krefjandi nám til hamingju með þennan flotta árangur.




Comments


bottom of page