top of page

Bryndís Steina Friðgeirsdóttir ráðin sérfræðingurmenntamála hjá Fab Lab Reykjavík

Fab Lab Reykjavík hefur ráðið öflugan sérfræðing á sviði menntamála, til að halda utanum menntaverkefni sem hafa verið í miklum vexti. Bryndís mun sinna nýsköpunarhraðlinum MEMA og Skapandi námssamfélagi auk menntaverkefna á háskólastigi.

Bryndís útskrifaðist frá Háskóla Íslands með meistarapróf í skólaþróun og mati á skólastarfi, í lokaverkefni sínu fjallaði hún um sköpun í námiog kennslu í framhaldsskóla.Hún hefur jafnframt lokið diplómanámi í frumkvöðlafræði frá Háskólanum í Reykjavík, diplómanámi í ljósmyndun frá Spéos Photographic institute, París og er með B.A. próf í spænsku. Bryndís er með fjölbreytta reynslu við stjórnun verkefna og miðlun þekkingar. Hún starfaði áður sem margmiðlunarsérfræðingur hjá Sendiráði Bandaríkjanna þar sem hún sinnti einkum viðburðum og samfélagsmiðlum. Bryndís var faglegur ráðgjafi hjá klassíska listdansskólanum og starfað við menntavísinasvið Háskóla Íslands.

Nýsköpunarstefna fyrir Ísland og aukin áhersla stjórnkerfisins á nýsköpun hefur hleypt gríðarlegum vexti í starfsemi Fab Lab Reykjavíkur, sem er stærsta stafræna smiðja landsins. Fab Lab Reykjavík hefur það skýra hlutverk að styðja við nýsköpun og hugmyndir á fyrstu stigum í menntun og atvinnulífi. Starfsemin gerir frumkvöðlum kleift að vinna markvisst að þróun tækinlausna sem eru nauðsynlegar fyrir nýsköpun í landinu. Ráðning Bryndísar er liður í uppbyggingu menntaverkefna á sviði nýsköpunar á öllum skólastigum.


Comments


bottom of page