Are We the Boiling Frog? vinnur MEMA 2025 - Teymi frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla
- andri92
- Dec 8
- 1 min read
Reykjavík, 5. desember 2025 - Verðlaunaafhending MEMA-hraðalsins fór fram í Grósku í dag þar sem framhaldsskólanemar kynntu árangur margra mánaða vinnu við að þróa lausnir sem styðja við aðgerðir í loftslagsmálum. Keppnin var gríðarlega hörð og hugmyndirnar fjölbreyttar, en að þessu sinni bar teymið Are We the Boiling Frog? frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla sigur úr býtum með einstaka nálgun sem sameinar list og tækni.

Lausnin einfaldar og sameinar flókin loftslagsmál og hvetur ungt fólk til aðgerða. Verkefnið byggir á gagnvirkri teiknimyndasögu sem nýtir suðupottarlíkínguna (boiling frog analogy) til að sýna hvernig hægfara loftslagsbreytingar geta farið fram hjá okkur.
Eftir hvern kafla sögunnar geta lesendur valið hvort þau „hoppi úr pottinum“ og fái þá raunhæfa loftslagsaðgerð sem hægt er að framkvæma strax eða "sitji áfram í pottinum" og fá þá fræðslu um staðreyndir loftslagsbreytinga. Aðeins með því að velja aðgerðir í hvert skipti er hægt að klára söguna. Verkefnið nýtir list og tækni til að gera loftslagsmálin aðgengilegri fyrir börn, unglinga og fjölskyldur.
Dómnefndin hrósaði verkefninu fyrir áhrifaríka fræðslu, sterka listræna framkvæmd og skýra tengingu við aðgerðir í loftslagsmálum. Lausnin var talin sérstaklega aðgengileg þar sem hún einfaldar flókin loftslagsvísindi í einfalda áhrifa ríka sögu með einföldum aðgerðum.
MEMA-hraðallinn er árlegur viðburður sem hvetur ungt fólk til að þróa lausnir sem styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í ár var áherslan á Aðgerðir í loftslagsmálum SDG 13. Við þökkum stuðningsaðilum MEMA 2025, Huawei og Háskóla Íslands, fyrir verðlaun og allan veittan stuðning.



Comments