Þjónusta

Fab Lab Reykjavík er opin skapandi stafræn smiðja þar sem hægt er að búa til nánast hvað sem er. Þess vegna eru makmið heimsókna til okkar mjög fjölbreytt og bjóðum við uppá mismunandi þjónustu til að mæta þessum þörfum.

Smiðjan eflir skapandi samfélag borgarinnar með því að; virkja skapandi fólk, auka tæknimenntun og ýta undir nýsköpun stofnanna, frumkvöðla og fyrirtækja. 

Í Fab Lab Reykjavík bjóðum við uppá; opið hús, ráðgjöf við vöruþróun og hugmyndir, handleiðslu tengiliða og hópkynningar. 

Skólar

Kynningar og bókanir fyrir skóla

Stofnanir

Hvað getum við gert fyrir þína stofnun

Sprotar

Hverjir eru möguleikarnir fyrir frumkvöðla

Stakir Einstaklingar

Hvað getur þú sem einstaklingur gert hjá okkur

Skapandi fólk

Skoða meira

Aðgangur

 Á þriðjudögum er opið hús á milli klukkan 13 og 20, þá er starfsfólk Fab Lab Reykjavíkur á staðnum til að hjálpa fólki að koma hugmyndum sínum í verk. 

Opið hús er fyrir alla sem náð hafa 16 ára aldri en lögð er mikil áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og hjálpsemi.

Yngra hugvitsfólk er líka velkomið á Opið hús í fygld með fullorðnum.

 

Ef þú ert með skýra hugmynd í kollinum eða ert að vinna í nýsköpunarhugmynd má einnig bóka tíma í ráðgjöf.

FYRSTA HEIMSÓKNIN

Mikilvægasta skrefið er að koma í fyrstu heimsóknina til að kynnast aðstæðum og sjá möguleikana. Opið hús á þriðjudögum er tilvalið til að kíkja í sína fyrstu heimsókn.

Einnig er hægt að bóka tíma í ráðgjöf ef þú ert með nýsköpunarhugmynd sem þú villt koma í verk !

TENGILIÐUR 

Fab Lab Kennarar

Fab Lab Kennari sem er tengiliður við Fab Lab Reykjavík er kennari sem hefur sýnt hæfni í kennslu í Fab Lab. 

 

Kennara tengiliðir hafa aukinn aðgang og mega taka með sér gesti í smiðjuna. Einnig mega þeir bóka Fab Lab Reykjavík til að kenna nemendahópum sínum og til að halda námskeið.

Nánari upplýsingar

hafey@flr.is

Sprotar

Frumkvöðlar 

Fab Lab sproti er frumkvöðull sem er að vinna að góðri nýsköpunarhugmynd.

 

Sprotar hafa aukinn aðgang til að vinna að hugmynd sinni og mega taka með sér gesti í smiðjuna.

Nánari upplýsingar

haflidi@flr.is

  • Facebook
  • Instagram

Fab Lab Reykjavík - Austurbergi 5 - 111 Reykjavík - reykjavik@fablab.is - 5705636