SKAPANDI TILRAUNAVERKSTÆÐI

Fab Lab Reykjavík er hluti af Fab Lab Ísland og var opnað 24. janúar 2014. Fab Lab Reykjavík er  samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Fjölbrautarskólans í Breiðholti og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Fab Lab Reykjavík er staðsett í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti og er hluti af skapandi samfélagi Breiðholts. Með öflugu samstarfi hefur Fab Lab Reykjavík vaxið og hefur nú fjóra starfsmenn sem styðja við sköpunarkraft borgarbúa, þróa nýsköpunarhugmyndir og efla tæknilæsi. 

Markmið Fab Lab Reykjavík er að efla nýsköpun í samfélaginu. Til að ná markmiðum okkar leggjum við áherslu á að efla nýsköpun í menntun, styðja við vöruþróun fyrirtækja og hlúa að nýjum hugmyndum hjá fólki á öllum stigum samfélagsins.

Fab Lab myndar þannig skemmtilegt skapandi samfélag með fjölbreyttum hópi fólks sem á það sameiginlegt að vera forvitin, lausnamiðuð og þor til að prófa. 

Nýsköpun um víða veröld

Fab Lab er stytting á enska heitinu ,,fabrication laboratory” og er stundum kölluð stafræn smiðja á íslensku. Markmið með smiðjunum er að hvetja einstaklinga og frumkvöðla til að láta hugmyndir sínar verða að veruleika, skapa tækifæri til vinnu við frumgerðasmíð og vöruþróun með því að bjóða upp á aðgang að stafrænum framleiðslutækjum og búnaði af ýmsum toga.

Hugmyndin að Fab Lab kemur frá þekktum uppfinninga- og vísindamanni, Neil Gershenfeld prófessor við Institude of Technology (MIT) í Massachusetts. Hugmynd hans var einföld; að bjóða upp á umhverfi, færni, háþróaða tækni og efni til að búa til hluti, á einfaldan og hagkvæman hátt hvar sem er í heiminum. Einnig að þessi möguleiki væri öllum aðgengilegur; frumkvöðlum, nemendum, listamönnum, smærri fyrirtækjum og í raun öllum sem vilja skapa eitthvað nýtt og/eða vinna að persónumiðaðri framleiðslu.

 

Hugmynd Gershenfeld hefur svo sannarlega orðið að raunveruleika því í dag er orðið til alþjóðlegt samstarfsnet 1900 Fab Lab smiðja sem staðsettar eru víða um heiminn. Samstarfið milli smiðjanna tengir saman einstaklinga, samfélög og fyrirtæki og gefur færi á samstarfi, sameiginlegri lausnaleit og hugstormun. Þetta samstarfsnet hefur einnig dreift sér um Ísland, og árið 2020 eru sjö starfandi Fab Lab smiðjur á Íslandi.

Teymi 

Þóra Óskarsdóttir

 

Forstöðumaður

Fab Lab Reykjavík

Þóra er með B.Sc gráðu í Sálfræði og er í M.Sc námi í Sálfræðikennslu. Hún hefur starfað við námsefnisþróun í nýsköpunarmennt. Þóra brennur fyrir því að auðvelda ungmennum að láta hugmyndir sínar verða að veruleika. Hún hefur komið að nýsköpun víðsvegar í samfélaginu

thora@flr.is

Hafliði Ásgeirsson

 

Verkefnastjóri

 Frumkvöðlar og vöruþróun

Hafliði hefur komið að nýsköpunarkennslu á ýmsum stöðum í samfélaginu. Hann er með B.Sc gráðu í tæknifræði frá Háskóla Íslands og með Diplómu í fljótvirkri frumgerðarsmíði frá FabAcademy. Nýsköpun sem leysir samfélagsleg vandamál er það sem Hafliði hefur mestan áhuga á.

haflidi@flr.is

Arnar Daði Þórisson

 

Tæknifulltrúi
tæknimenntun

Arnar hefur lokið Diplómu í fljótvirkri frumgerðarsmíði frá FabAcademy. Hann hefur verið viðloðin Fab Lab Reykjavík nánast frá upphafi. Hann er mikill grúskari og getur reddað öllu. Arnar passar líka uppá að við gleymum ekki að vera Nörd

arnar@flr.is

Hafey Viktoría Hallgrímsdóttir

 

Tæknifulltrúi,

handleiðsla kennara.

Hafey er með stúdentspróf á Nýsköpunar- og tæknibraut frá FNV. 
Hafey vill að fólk fái tækifæri til að nýta sköpunargleðina og prufa sig áfram í því sem það hefur áhuga á. Hún sjálf hefur mikinn áhuga á búningagerð og að gera venjulega hluti persónulegri.

hafey@flr.is
 

  • Facebook
  • Instagram

Fab Lab Reykjavík - Austurbergi 5 - 111 Reykjavík - reykjavik@fablab.is - 5705636