Reykjavík, 29. nóvember – Menntaskólinn á Ísafirði sigraði MEMA 2024, nýsköpunarhraðall framhaldsskólanna, á árlegri verðlaunahátíð í hraðalsins sem haldin var í Háskóla Íslands. Endurskínandi kindur eru, eins og nafnið gefur til kynna, leið til að gera kindur meira áberandi í umferðinni. „Lausnin okkar er að fá bændur til að gera kindurnar sínar sýnilegri með að setja endurskins merki í eyrnamerkingunni hjá kindum til að minka árekstra á sauðfé“
Mynd af sigurteymi: Soffía Rún Pálsdóttir, Margrét Rós Hlynsdóttir, Guðrún Natalía Hafþórsdóttir, Elísabet Emma Olsen og Bjargey Sandra Sigmundsdóttir.
Heimsmarkmiðið í ár var Líf á landi sem er 15 heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna. Dómnefndin stóð frammi fyrir erfiðu vali, en það var hugmynd frá Mísa sem skar sig úr þetta árið. Í dómnefnd sátu Þóra Óskarsdóttir - Forstöðukona Fab Lab Reykjavíkur, Jóhannes B. Urbancic Tómasson - Líffræðingur og sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, Sólrún Arnarsdóttir - Textílhönnun og lagði þar áherslu á lífhönnun og sjálfbær kerfi og Beatriz García - Samskiptastjóri Huawei á Íslandi. „Kjötframleiðsla hefur mikil umhverfisáhrif í för með sér, bæði vegna þess að hún felur í sér mikla landnýtingu og vegna þess að kolefnisspor hvers kílós af kjöti er tugir kílóa af koldíoxíði. Sigurhugmynd MEMA í ár tekst á við afföll í sauðfjárrækt og bætir um leið öryggi vegfarenda og búfénaðar. Lausnin felst í því að nýta eyrnamerki í sauðfé til að gera féð sýnilegra í myrkri með notkun endurskinsmerkja í eyrnamerkinu og kemur þannig í veg fyrir árekstra bíla og sauðfés. Með því má minnka afföll sem verða í sauðfjárrækt og nýta þannig betur þær afurðir sem landið gefur af sér.“ segir Jóhannes B. Urbancic Tómasson dómari frá Umhverfisstofnun.
©Kristinn Ingvarsson
Ísold Ylfa Teitsdóttir og Dísa María Eyþórs Erlendsdóttir úr FÁ hnepptu annað sætið fyrir hugmyndina Vefra. Vefra er vefsíða sem hjálpar fólki að finna umhverfisvæni fyrirtæki sem selja svipuð föt og stór fyrirtæki sem ekki hafa umhverfið í forgangi. Fólk tekur mynd af fatnaði sem þau eru að leita af og vefsíðan finnur fyrir þau svipaðar flíkur nema frá umhverfisvænum fyrirtækjum.
©Kristinn Ingvarsson
Karin Ivonne, Ana Boanta, Victoria Rán og Camila Pjapke úr FÁ sem hnepptu þriðja sæti með Paw Pals sem er hundamatur sem inniheldur öll þau næringarefni, vítamín og prótein sem nauðsynleg eru í fóðri hunda og er framleidd úr kjöti sem er núna er fargað.
Jón Atli Benediktsson Rektor Háskóla Íslands opnaði verðlaunaafhendinguna með hvatningarorðum til nemenda. Háskólinn hefur staðið þétt við bakið á þátttakendum og fella skráningargjöld í háskólann niður fyrir sigurvegara hraðalsins. Beatriz García, Samskiptastjóri Huawei á Íslandi afhenti að lokum sigurteyminu verðlauninn sem einnig inniheldu 250.000 kr frá Huawei.
MEMA nýsköpunarhraðallinn er árlegur viðburður sem hefur það að markmiði að hvetja ungt fólk til að takast á við samfélagslegar áskoranir með hugviti og tækni. Áhersla er lögð á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, og í ár var sérstök áhersla lögð á Líf á landi. Sérfræðingar frá Háskóla Íslands og úr atvinnulífinu veittu nemendum stuðning og innsýn í þessi málefni.
Við gerum miklar kröfur til þátttakenda, þau þurfa ekki einungis að fá góða hugmynd, heldur þurfa þau einnig að sannfæra sérfræðinga á sviðinu um að þær væru raunhæfar. Segir Þóra Óskarsdóttir Forstöðukona Fab Lab Reykjavíkur og einn stofnenda hraðalsins. Í hraðlinum hafa þátttakendur tekið fyrstu skrefin til að sanna hugsmíðina ykkar sem margir þekkja sem proof of concept. Í því ferli þarf að sýna fram á að vísindin gangi upp, og að hugmyndin virki í raunveruleikanum – oft með frumgerð af hugmyndinni. Frumgerðirnar eru flestar eins og frumgerðir eiga að vera - ófullkomnar, en þær prófa eitthvað nýtt, hjálpa öðrum að skilja hugmyndina og færa hana nær veruleikanum. Þær skapa grundvöll til að þróa hugmyndina áfram sem er undirstöðuatriði þess að þróa þær róttæku nýsköpunarlausnir sem við þurfum á að halda til að skapa sjálfbærri framtíð.
Hugmyndir þessa árs vekja nýja von um lausnir sem stuðla að sjálfbærri framtíð og verndun lífríkis á landi. Verkefnið verður nú rýnt nánar með stuðning Fab Lab Reykjavík og annarra bakhjarla. MEMA nýsköpunarhraðallinn fer aftur af stað næsta haust og hlökkum við til að sjá hugmyndirnar að ári.
Frekari upplýsingar um MEMA nýsköpunarhraðalinn og undirbúning fyrir MEMA 2025 má finna á heimasíðu verkefnisins, MEMA.IS.
Comments