
Í sumar fóru Þóra og Hafey á alþjóðlega Fab Lab ráðstefnu sem þetta árið var haldin í Bhutan. Þær tóku einnig þátt í Fab challenge sem er skipulögð nýsköpunarkeppni sem sameinar staðbundin og alþjóðleg nýsköpunarsamfélög til að leggja til þýðingarmikil inngrip sem auðgar, stækkar og fjárfestir í seiglu hagkerfi Bútan frá grunni.
Áskorunin sem Þóra tók þátt í lagði áherslu á að gera frumgerð og finna leið til að hjálpa bændum að rækta allan ársins hring. Sérstakelga var horft til lausna tengt því að rækta chili.
Hafey var í áskorun þar sem þátttakendur leituðu lausna til að varðveita hefðir tengdum vefnaði í Bhutan. Verkefnið vann áskorunina og fékk smiðjan sem var með þann hóp 5.000 dollara til að halda áfram með verkefnið sem þau byrjuðu á. Teymið hennar gerði vefsíðu utan um verkefnið sem hægt að að skoða hér.
Við lok áskoranna tók ráðstefnan við og þar voru allskonar vinnustofur og fyrirlestrar tengt Fab Lab og hvernig sé hægt að efla starfsmenn, smiðjurnar og tengsl enn meira.
Þetta var algjört ævintýri fyrir þær enda ekki á hverjum degi sem maður hefur tækifæri að fara á eins framandi stað og Bhutan.
Opmerkingen