Þann 17. mars voru allir samstarfssamningar Fab Lab smiðja landsins staðfestir með miklum glæsibrag í Fab Lab Reykjavík. Undirritun var að sjálfsögðu rafræn, en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Lilja Alfreðsdóttir mennta og menningarmálaráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir atvinnuvega og nýsköpunarráðherra og Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti staðfestu samninga Fab Lab Reykjavíkur með undirritun sinni. Við verðum hér næstu þrjú árin og hlökkum til að halda áfram að skapa.
top of page
bottom of page
Comments