top of page

Ráðherrar heimsækja Fab Lab Reykjavík


Í dag komu Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla- Iðnaðar og Nýsköpunarráðherra ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og kynntu sér græna vegferð Fab Lab Reykjavíkur. Þau komu ásamt Diljá Mist Einarsdóttur þingmanni, og Maríjon Ósk Nóadóttur á almennum opnunartíma og því beint í hringiðu nýsköpunar. Þá var mikið líf í smiðjunni. Á meðan að á heimsókninni stóð var nemandi af textílbraut FB að grúska við að skreyta gallabuxur í stafrænu saumavélinni og fólk að ljúka sex vikna námskeiði á vegum VMST með því að fræsa út í stóra CNC fræsinum.


Samhliða þessu voru að sjálfsögðu frumkvöðlar í smiðjunni að þróa grænar lausnir. Tómas Helgi hjá Surova var að stússast í geislaskeranum fyrir frumgerð að sjálfvirku gróðurhúsi sem er á lokametrunum. Hann gat því sagt ráðherrum frá grænmeti sem verður ræktað af vélmennum. Brynja Þóra sýndi þeim Bíóflís sem hún og Þóra Hafdís Arnardóttir hafa verið að þróa saman úr bakteríum og sandi.María og Óskar, frá SideWind, náðu að segja frá verkefninu sínu og hvernig því vegnar. Þau sýndu ráðherrunum fyrstu frumgerðina sína, vindmylluna, sem var þrívíddarprenntuð í Fab Lab Reykjavík fyrir nokkrum árum. SideWind stefnir að því að flýta orkuskiptum við útflutning á sjó og vakti mikla hrifningu í heimsókninni. Nú er frumgerð þeirra komin í prófanir í fullri stærð og verður spennandi að fylgjast með næstu skrefum verkefnisins.Fjörugar umræður mynduðust um aðra mikilvæga starfsemi sem á sér stað í Fab Lab Reykjavík, þar á meðal öll mennta- og samstarfsverkefnin sem við tökum þátt í. Þar ber helst að nefna MEMA nýsköpunarhraðalinn sem fjöldi framhaldsskóla nemenda hefja nú tæknisprett þar sem þau munu móta frumgerðir af lausnum sínum.


Við þökkum kærlega fyrir heimsóknina


تعليقات


bottom of page