top of page

Opnunartímar í Fab Lab Reykjavík

Við höfum stóraukið opnunartímann hjá okker en nú er opið alla virka daga í Fab Lab Reykjavík.

Opnunartímar:

Mánudagar: 09:00 - 18:00

Þriðjudagar: 09:00 - 20:00 - Opið hús 13:00 - 20:00

Miðvikudagar: 09:00 - 18:00

Fimmtudagar: 09:00 - 18:00

Föstudagar: 09:00 - 16:00


Hver sem er getur komið og byrjað að grúska hjá Fab Lab Reykjavík. Þeir sem eru yngri en 16 ára þurfa þó að koma í fylgd fullorðinna. Fullorðnir mega líka mæta með börnin sín, sem geta oft flýtt föluvert fyrir tölvuvinnslunni. Við elskum nýjar hugmyndir og erum alltaf spennt að fá nýtt fólk til okkar.

Við viljum sérstaklega benda á opið hús á þriðjudögum en þá eru fleiri starfsmenn sem geta hjálpað þér að koma hugmyndum þínum í verk.

Ef þú vilt byrja strax að grúska eða undirbúa skjöl heima fyrir þá erum við með frítt kennsluefni á netinu á flr.is og fabmennt.com.



Commenti


bottom of page