top of page

Kennaranámskeið í Réttarholtsskóla

Þar sem grunnskólar eru byrjaðir að vera með tæki í skólunum er mikil þörf á að kennarar hafi greiðan aðgang að kennslu á tækin og forritin sem tengjast tækjunum. Skólar hafa oft samband við okkur um hvernig tæki við mælum með fyrir skólana og reynum við að hjálpa þeim að bestu getu. Ef tækið sem þau kaupa er tæki sem við erum líka með getum við boðið uppá kennara handleiðslu hér í Fab Lab Reykjavík en ef það eru margir kennarar sem vilja handleiðslu í sama skólanum bjóðum við uppá að koma í skólann og kenna á tækið þar.


Nýlega fór Hafey í Réttarholtsskóla og hélt tvö kennaranámskeið á vínylskera, samtals sátu 12 kennarar námskeiðið og gekk það mjög vel, til að kenna á Inkscape var notað námsefni þróað af okkur hér í Fab Lab Reykjavík sem kennararnir töluðu um að nýta sér með nemendum sínum í framhaldinu.




Comments


bottom of page