top of page

Frumgerð Sidewind komin í fulla stærð



Síðastliðinn fimmtudag fengum við að sjá frumgerð Sidewind í fullri stærð sem verður nýtt í rannsóknir til nýtingu vindorku fyrir skip. Lausnin sem Sidewind hefur þróað hefur það markmið draga úr notkun jarðefnaeldsneytis í flutningum og minnka útblástur frá skipum. Vindtúrbínum sem komið er fyrir í opnum 40 feta gámum nýta hliðarvind við framleiðslu rafmagns. Hægt verður að stafla mörgum gáma-túrbínum á hvert skip og framleiða áætlað 5 - 30% af orkuþörf skipa. Eftir ár af vinnu við hönnun og smíði er frumgerð í fullri stærð nú tilbúin. Hún verður prófuð hjá Samskipum á næstu mánuðum. Sidewind á þó langa þróunarsögu að baki.

Fyrir þremur árum mætti Óskar Svavarsson í smiðjuna til okkar og ræddi við Arnar um "brjálaða" hugmynd sem hann var með í kollinum. Sú hugmynd var að vinorka myndi aftur knýja áfram skipaflotann í stað jarðefnaeldsneytis. Það sem var einstakt við hugmyndina er að hún gerir gámaflutningaskipum sem sigla á á jarðefnaeldsneyti kleift a hefja orkuskipti. Því nýtast gamli skipsflotinn áfram en með bættum orkugjafa. Sidewind er vindtúrbína staðsett í opnum fjörutíu fermetra gámum og nýtir þannig hliðarvind. Hliðarvindur á skipum er orka sem fer almennt til spillis en er hér nýtt við framleiðslu rafmagns.


Arnar hefur aldrei óttast brjálaðar hugmyndir hófst því vinna við að hann mundaði þrívíddarprentara og bjó til fyrsta áþreifanlega Sidewind líkanið. Óskar mætti til okkar með myndband sem sýndi hvað hann var að hugsa en til að halda áfram vantaði honum nauðsynlega þrívítt líkan að hugmyndinni þannig að hægt væri að gera prófanir. Arnar og Óskar unnu saman að því í um viku að fullmóta þrívíddarteikninguna og prenta prófanlegt líkan. Líkanið gerði Óskari og Maríu kleift að hlaupa áfram með hugmyndina, nú var hægt að fara með vindmylluna í vind göng og gera mælingar. Prófanirnar gengu framar vonum og því var hægt að sækja frekari þróunarstyrki. Þróun frumgerðar í fullri stærð hefur þó tekið langan tíma, og fyrst var unnið að þróuninni í smærra líkanni. Loks fékkst stór þróunarstyrkur, og nú þremur árum síðar er frumgerðin kominn í fulla stærð.


Græn nýsköpun krefst þess að iðnaðurinn taki breytingum, því þurfa innviðir til að þróa áþreifanlegar hugmyndir að vera til staðar. Erfitt er að sækja þróunarstyrki sem styðja við þróun áþreifanlegra lausna (e. Hardware solutions), en slíkar lausnir eru nauðsynlegar til að hefja græna umbreytingu í iðnaði2.

Þróunarferlið er búið að vera í vinnslu síðan 2018 og erum við stolt af því að fyrsta útgáfa frumgerðarinnar í smærri útgáfu var búin til hér í Fab Lab Reykjavík sem var nýtt til að mæla virkni hreyfilsins. Sidewind var tilnefnt til nýsköpunarverðlauna Samorku 2021 og nú hefjast prófanir og mælingar á gámaflutningasvæði áður en túrbínan verður sett á flutningaskip og prófuð í alvöru skilyrðum.


Comments


bottom of page