top of page

Forstjóri Fab Foundation kíkti í kaffi.

Sherry Lassiter forstjóri Fab Foundation kom í heimsókn þann 25. ágúst og fékk að sjá verkefni Fab Lab Reykjavíkur. Samtökin eru úr smiðju Center for Bits and Atoms í MIT háskóla og er hlutverk þeirra að styðja við vöxt Fab Lab smiðja á alþjóðavísu, efla tengslanet og byggja upp staðbundna þekkingu í þágu STEAM menntunar.


Þóra og Hafey tóku á móti henni yfir kaffibolla og ræddu hvernig þær nálgast menntun og gera fjölda fólks kleift að nýta sér tæknina til að þróa hugmyndir sínar. Námsefnið sem þróað var fyrir skapandi námssamfélag heillaði Sherry mikið enda er kennsluefnið notað útum víða um heim. Það vakti eftirtekt hvað breidd Fab Lab Reykjavíkur er mikil allt frá því að styðja við STEAM menntun, hönnun, listsköpun, sönnun hugsmíða og allt uppí flókna tækniþróun.


Við þökkum Sherry kærlega fyrir heimsóknina og hlökkum til að vinna enn meira með Fab Foundation í framtíðinni.


Comments


bottom of page