Með árið 2024 að baki viljum við hjá Fab Lab Reykjavík þakka öllum okkar samstarfsaðilum, notendum og vinum fyrir árangursríkt og gefandi ár. Árinu hefur verið markvisst varið í skapandi lausnir og samvinnu þvert á landamæri, og við erum stolt af því að vera hluti af spennandi verkefnum sem efla nýsköpun, STEAM og græna framtíð.
Fab Lab Reykjavík fagnaði 10 ára afmæli sínu með pompi og prakt í janúar.
Samhliða því að vera að stöðugt að aðstoða frumkvöðla og skapandi fólk við að þróa hugmyndir sínar í smiðjunni, þá er Fab Lab Reykjavík einnig þátttakandi í Evrópuverkefnum þau eru:
Green in Cities (https://www.greenincities.eu/) – Verkefnið miðar að því að efla græna og sjálfbæra borgarþróun með þátttöku borgara í skapandi lausnum. Við höfum lagt okkar af mörkum til að búa til nýjungar í hönnun og frágangi umhverfislausna sem nýtast bæði sveitarfélögum og almenningi.
FabConnect(H)er (https://fabconnecther.eu/) – Markmiðið með þessu verkefni er að efla konur í Fab Lab hreyfingunni og styðja þær til þátttöku í stafrænum skapandi greinum. Við höfum árinu öllu stutt við þessa vegferð og mótað vettvang fyrir jafnræði í skapandi tækni þáttum.
Cocoon (https://www.cocoon.bio/) – Í þessu verkefni er horft til líf hagkerfisins og möguleika á að skapa sjálfbærar lausnir byggðar á nýtingu afurða og efna úr náttúrunni. Fab Lab Reykjavík hefur leitt framsögn og innleiðingu sköpunarferla sem styðja við þetta markmið.
Græn borgarþróun, jafnræði í stafrænum sköpunarheimi og samvinna þvert á landamæri
Árinu hefur jafnframt verið varið í samvinnu fundi með samstarfsaðilum okkar á ólíkum sviðum. Við hjá Fab Lab Reykjavík höfum fengið tækifæri til að heimsækja og vinna saman með samstarfsaðilum okkar í Barcelona, Porto, León á Spáni og Cork á Írlandi. Einnig höfum við fengið CoCoon teymið til okkar í öflugan vinnufund. Þessar heimsóknir hafa ekki aðeins eflt okkar starf heldur einnig opnað fyrir frekari áskoranir og lausnir.
Tilgangur verkefnanna er að efla einstaklinga á svo margvíslegum sviðum. Með því að fá virka þátttöku einstaklinga sem búa í nágrenninu náum við að efla verkefnið enn frekar og vinna að því að bæta okkar nærsamfélag.
Með spennandi framtíðarsýn fyrir 2025
Með þakklæti fyrir árinu sem er að líða horfum við á 2025 með bjartsýni og ástríðu fyrir því að halda áfram að byggja brú milli sköpunar og nýstárlegar framtíðar þróunar. Takk fyrir samfylgdina – og gleðilegt nýtt ár!
Comments