top of page

FÁ sigrar Nýsköpunarhraðalinn MEMA 2023 með hugmyndina Uggbitar

Reykjavík, 23. nóvember – Fjölbrautaskólinn við Ármúla sigraði MEMA 2023, nýsköpunarhraðall framhaldsskólanna, á árlegri verðlaunahátíð í hraðalsins sem haldin var í Háskóla Íslands. Uggbitarnir eru, eins og nafnið gefur til kynna, framleiddir úr uggnum og sporðinum af þorski en þeim er alla jafna fargað á veiðum og við framleiðslu. Eftir mikið tilraunastarf náðu þau að þróa snakk úr uggunum sem er mjög næringarríkt en samt bragðgott.


“Okkur fannst sárt að horfa upp á hve miklu af þorskinum var hent jafnvel áður en hann kemst í land, sem í raun öllum finnst bara hið eðlilegasta mál. Við fengum því þessa bita frá fiskikónginum og prófuðum okkur áfram þangað til að bitarnir fóru að bragðast vel. Við í teyminu getum í raun bara hámað bitana í okkur sem er svolítið fyndið af því að hluti hópsins hafði fram að þessu forðast að borða fisk vegna þess hvað áferðin er slepjuleg. En okkur fannst ekkert mál að borða þessa bita því þeir voru svo „crunchy“,” segir David Juskevicius einn meðlima sigurteymisins. Uggbitar gætu þess vegna passað vel fyrir ungt fólk með skynúrvinnsluvanda sem forðast oft fisk vegna áferðarinnar. Þetta prófuðu þau sérstaklega meðal samnemanda og rann fiskurinn ljúflega niður hjá hópnum. Að lokum vill David hvetja ungt fólk til að „hugsa út fyrir netið“.


Mynd af sigurteymi ásamt Katrín Edda Guðlaugsdóttir, Emilía Ýr Heiðarsdóttir, Ugne Jankute, David Juskevicius, Áróra Glóð Sverrisdóttir og Birna Clara Ragnarsdóttir.


Samkeppnin var hörð að þessu sinni en fimm framhaldsskólar sem skiluðu inn frumgerðum að hugmyndum sem allar lögðu áherslu á að bæta líf í vatni, sem er 14 heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna. Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Framhaldsskóli Snæfellinga, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og Menntaskólinn á Ísafirði voru þeir skólar sem skiluðu inn lausnum að þessu sinni. Nemendur þessara skóla, sem hófu vinnu sína í haust, tókust á við þá flóknu áskorun að þróa lausnir sem geta haft jákvæð áhrif á vistkerfi vatns.

Hörður Christian Newman nemandi við Menntaskólinn á Ísafirði hneppti annað sætið fyrir hugmyndina Sædís. Sædís er útsýnissjókví sem ræktar þara og kræklinga til að hreinsa mengun og draga úr súrnun sjávar. Sædís minnir notendur einnig á mikilvægi hafsins fyrir líf á jörðinni og fræðir um heilsu hafsins.



Hörður Christian Newman hneppti 2. Sætið í MEMA hraðlinum.


Hugmynd Lilju Óskar Ragnarsdóttur úr FB sem hneppti þriðja sæti með Location Trawl sem er búnaður sem auðveldar söfnun og eftirfylgni með drauganetum. Búnaðurinn rekur fiskinet með GPS-staðsetningarbúnaði og útvarpsbylgjum þannig að hægt sé að staðsetja netin.

“Hugmyndirnar sem lagðar voru fram voru fjölbreyttar og áhrifaríkar sem gefur okkur sannarlega tilefni til að hafa trú á framtíðinni”. Segir Bryndís Steina Friðgeirsdóttir verkefnastjóri MEMA-hraðalsins.

Áherslur nemenda voru aðallega á að draga úr plastmengun og má þar nefna hugmynd Úlfrúnar Kristínudóttur, Ásthildar Emelíu Þorgilsdóttur og Ingólfs Ísarr Ingólfssonar úr Menntaskólinn við Hamrahlíð sem fengu fjórða sætið með frárennslisnet sem hægt er að koma fyrir í lækjum þar sem mikil plastmengun er fyrir hendi, t.d. á byggingarsvæðum og við fráveituop. Einnig vildu nemendur nýta betur vanmetnar auðlindir, eins og þara og komu fram þó nokkrar spennandi hugmyndir t.d. úr Framhaldsskóla Snæfellinga sem þróuðu íþróttadrykki þar sem notast er við þara sem eykur næringargildi slíkra drykkja. Þar sem áherslan var á heilsu hafsins voru einnig margar hugmyndir þróaðar.


Dómnefndin stóð frammi fyrir erfiðu vali, en það var hugmynd FÁ sem skar sig úr Þetta er mikilvæg lausn þar sem hún dregur úr matarsóun við fiskvinnslu og eykur fjölbreytni í fæðu hjá ungu fólki. Varan er næringarrík bætir því næringarinntöku þessa hóps, segir Jóhannes B. Urbancic Tómasson dómari frá Umhverfisstofnun. Hugmyndin var sérstaklega vel útfærð, þau náðu að prófa hana með samnemendum og bragðast mjög vel. En það að bæta nýtingu á fiskauðlindinni okkar og draga úr matarsóun er gríðarlega mikilvægt fyrir heilbrigði hafsins.

MEMA nýsköpunarhraðallinn er árlegur viðburður sem hefur það að markmiði að hvetja ungt fólk til að takast á við samfélagslegar áskoranir með hugviti og tækni. Áhersla er lögð á heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, og í ár var sérstök áhersla lögð á líf í vatni. Sérfræðingar frá Háskóla Íslands og úr atvinnulífinu veittu nemendum stuðning og innsýn í þessi málefni.


Við gerum miklar kröfur til þátttakenda, þau þurfa ekki einungis að fá góða hugmynd, heldur þurfa þau einnig að sannfæra sérfræðinga á sviðinu um að þær væru raunhæfar. Segir Þóra Óskarsdóttir Forstöðukona Fab Lab Reykjavíkur og einn stofnenda hraðalsins. Í hraðlinum hafa þátttakendur tekið fyrstu skrefin til að sanna hugsmíðina ykkar sem margir þekkja sem proof of concept. Í því ferli þarf að sýna fram á að vísindin gangi upp, og að hugmyndin virki í raunveruleikanum – oft með frumgerð af hugmyndinni. Frumgerðirnar eru flestar eins og frumgerðir eiga að vera - ófullkomnar, en þær prófa eitthvað nýtt, hjálpa öðrum að skilja hugmyndina og færa hana nær veruleikanum. Þær skapa grundvöll til að þróa hugmyndina áfram sem er undirstöðuatriði þess að þróa þær róttæku nýsköpunarlausnir sem við þurfum á að halda til að skapa sjálfbærri framtíð.

Jón Atli Benediktsson Rektor Háskóla Íslands opnaði verðlaunaafhendinguna með hvatningarorðum til nemenda. Háskólinn hefur staðið þétt við bakið á þátttakendum og fella skráningargjöld í háskólann niður fyrir sigurvegara hraðalsins.

Hugmyndir þessa árs vekja nýja von um lausnir sem stuðla að sjálfbærri framtíð og verndun lífríkis vatns. Verkefnið verður nú rýnt nánar með stuðning Fab Lab Reykjavík og annarra bakhjarla. MEMA nýsköpunarhraðallinn fer aftur af stað næsta haust og hlökkum við til að sjá hugmyndirnar að ári.

Frekari upplýsingar um MEMA nýsköpunarhraðalinn og undirbúning fyrir MEMA 2024 má finna á heimasíðu verkefnisins, MEMA.IS.


Comentários


bottom of page