top of page

Covid færri heimsóknir en stærri hugmyndir

Ársskýrsla Fab Lab Reykjavík er komin út, skýrslan dregur saman tölulegar upplýsingar um starfsemina fyrir árin 2020 og 2021. Þessi tvö ár hafa verið viðburðarík og hefur smiðjan vaxið auknu fjármagni, nýju fólki og fleiri hugmyndum.

Valentina frá SUROVA kynnir sjálfvirk gróðurhús

Árið 2021 var rekstrargrundvöllur Fab Lab Reykjavíkur tryggður til þriggja ára með samstarfssamningi Reykjavíkurborgar, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Fjölbrautaskólans í Breiðholti með aðkomu mennta- og menningarmálaráðuneytis. Fólk virðist hafa nýtt tíman til að vinna í hugmyndum sínum í heimsfaraldrinum en metár var í fjölda þróunarverkefna árið 202. Græn nýsköpun einkenndi þróunarverkefni smiðjunnar og verður spennandi að fylgjast með þroska verkefnanna.


Þau sem hafa áhuga á að kafa ofan í tölur og gögn starfseminnar geta hlaðið skýrslunni niður hér.




Коментарі


bottom of page