top of page

Hafey orðin þrefaldur sigurvegari Halloween Iceland

Þá er þriðji sigurinn hennar Hafeyjar okkar í Halloween Iceland kominn í hús. Halloween Iceland er árleg búninga keppni sem er haldin á Gauknum.

Fyrsti sigurinn hennar var árið 2019 en þá fór hún sem Edward Scissorhands, þar sem hún notaði 3D prentarana hjá okkur til að prenta skærin á hendurnar.

Annar sigur hennar kom árið 2022, þá fór hún sem Pinhead út Hellraiser myndunum. Fyrir þann búning 3D prentaði hún gervi naglana með flötum botn til að líma á sig og The Lament Configuration Box.

Þetta árið kom þriðji sigurinn með Pyramid head búning sem er persóna í Silent Hill tölvuleikjunum og myndunum. Hún gerði hausinn hér í labinu með því að geislaskera formið á hausnum, vínylskera munstrið á efnið þar sem hún sá út um og tók 3D prentaða rær og skrúfur sem einhver hefur prentað og hent í 3D prentara ruslið og nýtti það í stað þess að prenta ný. Við óskum henni innilega til hamingju með sigurinn og hlökkum til að sjá hvað hún gerir á næsta ári.

Commentaires


bottom of page