top of page

Áramótakveðja

Þá kveðjum við árið 2022 sem er svo sannarlega búið að vera viðburðaríkt hjá okkur í Fab Lab Reykjavík. Við óskum öllum sem nýttu aðstöðuna hjá okkur í ár, gleði og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samveru og samvinnu á árinu sem nú er að ljúka. Það er svo sannarlega búið að búa til marga hluti í smiðjunni þar sem frumgerðir og hugmyndir fengið að vaxa.


Ásamt þeirra sem koma til okkar og unnu sjálfstæðir í sínum verkefnum höfum við náð að halda námskeið:


  • í samstarfi við Þjónustumiðstöð Breiðholts var haldið tvö sjö vikna námskeið fyrir atvinnuleitendur á skrá hjá Vinnumálastofnun árið 2022. Á námskeiðunum var farið yfir þau tæki og aðstöðu sem í boði eru hjá Fab Lab Reykjavíkur, sjá nánar um verkefnið hér

  • Fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar til að kynna þeim fyrir töfrum Fab Labsins

  • Með félögum okkar frá Robisz.to, þar sem við náðum að halda tvö námskeið á Pólsku.


Við höfum fengið hópa til okkar í kynningar frá ýmsum skólum t.d. Háskóla Íslands, Listaháskólanum, framhaldsskólum og grunnskólum. En einnig höfum við farið ok kynnt starfsemina okkar og þá möguleika sem Fab Lab Reykjavík býður upp á hjá t.d. Karlar í skúrum, WomenTechIceland hraðlinum, Origo, Fyrir 500 nemendum í áfanganum Nýsköpun og stofnun fyrirtækja í HR og vorum með frábæran bás á Vísindavöku 2022.Þóra, Hafey og Bryndís á Fab Lab Rvk básnum á Vísindavöku 2022


Samstarfsverkefni sem starfssólk Fab Lab Reykjavík hefur tekið þátt í hafa klárast og ný farið í gang. Á árinu kláruðum við Erasmus+ verkefni sem ber nafnið FABLABs - new technologies in adult education og gáfum út skýrslu. Verkefnið Skapandi námssamfélag kláraðist einnig á árinu. Meginmarkmiðið verkefnisins var sköpunargleði grunnskólanemenda: að sem flestir fái tækifæri til að nýta hugvit sitt og öðlast verkfærni í gegnum það að koma hugmynd í framkvæmd. Þannig má segja að verkefnið feli í sér valdeflingu nemenda og kennara sem lýsir sér í sjálfseflingu, læsi, félagsfærni og sköpun – mikilvægum grunnstoðum nýrrar menntastefnu borgarinnar.

Í desember var haldinn lokahóf þar sem skólarnir fengu afhent síðasta hlutann af því kennsluefni sem búið er að þróa í þessu verkefni og er aðgengilegt hér.Pappírsrása kassar og 3D kennslubækur sem fulltrúar frá

Hólabrekkuskóla, Fellaskóla og Seljaskóla fengu afhent á viðburðinum.


Það hefur verið sönn ánægja að aðstoða kennara við að kveikja áhuga nemenda sinni í gegnum Skapandi námssamfélag og afrakstur þess sýnilegur í þeim verkefnum sem hafa náð að dafna áfram innan skólanna. Nýjar tengingar hafa kviknað og kennarar farnir að bæta þessum eiginleikum við eins og í t.d. í Hólabrekkuskóla þar sem unnið var með 3D líkön í þemaverkefnum nemenda.


3D prentuð verkefni tengt þemaverkefni í Hólabrekkuskóla


Síðast en ekki síst þá var Uppskeruhátíð MEMA nýsköpunarhraðalsins haldinn 14. desember, í sal Arion Banka í Borgartúni 19. Þar sem tuttugu og tvö teymi kepptu um að hljóta sigur titil MEMA 2022. Teymið frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti bar sigur úr býtum með lausn sína Fjallaflögur, næringar- og próteinrík matvara sem búin er til úr blóðmör og brauði.

Teymið vann að útfærslum að snakki sem hægt væri að búa til úr auðlindum landsins á sama tíma að minnka matarsóun og seðja hungur.Mynd af MEMA sigurvegurum ásamt kennuum þeirra. F.h. Sigríður Ólafsdóttir Fagstjóri listnáms í FB, Harpa Dögg Kjartansdóttir Kjartan Thors Hagedorn-Olsen og Birna Ösp Traustadóttir.

Á myndina vantar einn teymismeðlim Theodoru Sveinsdóttir


Við þökkum fyrir árið sem er að líða og förum með tilhlökkun inn í árið 2023 þar sem við munum halda áfram að aðstoða fólk að þróa hugmyndir sínar og frumgerðir.Comments


bottom of page