Þá kveðjum við árið 2022 sem er svo sannarlega búið að vera viðburðaríkt hjá okkur í Fab Lab Reykjavík. Við óskum öllum sem nýttu aðstöðuna hjá okkur í ár, gleði og farsældar á nýju ári með þökk fyrir samveru og samvinnu á árinu sem nú er að ljúka. Það er svo sannarlega búið að búa til marga hluti í smiðjunni þar sem frumgerðir og hugmyndir fengið að vaxa.
Ásamt þeirra sem koma til okkar og unnu sjálfstæðir í sínum verkefnum höfum við náð að halda námskeið:
í samstarfi við Þjónustumiðstöð Breiðholts var haldið tvö sjö vikna námskeið fyrir atvinnuleitendur á skrá hjá Vinnumálastofnun árið 2022. Á námskeiðunum var farið yfir þau tæki og aðstöðu sem í boði eru hjá Fab Lab Reykjavíkur, sjá nánar um verkefnið hér
Fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar til að kynna þeim fyrir töfrum Fab Labsins
Með félögum okkar frá Robisz.to, þar sem við náðum að halda tvö námskeið á Pólsku.
Við höfum fengið hópa til okkar í kynningar frá ýmsum skólum t.d. Háskóla Íslands, Listaháskólanum, framhaldsskólum og grunnskólum. En einnig höfum við farið ok kynnt starfsemina okkar og þá möguleika sem Fab Lab Reykjavík býður upp á hjá t.d. Karlar í skúrum, WomenTechIceland hraðlinum, Origo, Fyrir 500 nemendum í áfanganum Nýsköpun og stofnun fyrirtækja í HR og vorum með frábæran bás á Vísindavöku 2022.

Þóra, Hafey og Bryndís á Fab Lab Rvk básnum á Vísindavöku 2022
Samstarfsverkefni sem starfssólk Fab Lab Reykjavík hefur tekið þátt í hafa klárast og ný farið í gang. Á árinu kláruðum við Erasmus+ verkefni sem ber nafnið FABLABs - new technologies in adult education og gáfum út skýrslu. Verkefnið Skapandi námssamfélag kláraðist einnig á árinu. Meginmarkmiðið verkefnisins var sköpunargleði grunnskólanemenda: að sem flestir fái tækifæri til að nýta hugvit sitt og öðlast verkfærni í gegnum það að koma hugmynd í framkvæmd. Þannig má segja að verkefnið feli í sér valdeflingu nemenda og kennara sem lýsir sér í sjálfseflingu, læsi, félagsfærni og sköpun – mikilvægum grunnstoðum nýrrar menntastefnu borgarinnar.
Í desember var haldinn lokahóf þar sem skólarnir fengu afhent síðasta hlutann af því kennsluefni sem búið er að þróa í þessu verkefni og er aðgengilegt hér.

Pappírsrása kassar og 3D kennslubækur sem fulltrúar frá
Hólabrekkuskóla, Fellaskóla og Seljaskóla fengu afhent á viðburðinum.
Það hefur verið sönn ánægja að aðstoða kennara við að kveikja áhuga nemenda sinni í gegnum Skapandi námssamfélag og afrakstur þess sýnilegur í þeim verkefnum sem hafa náð að dafna áfram innan skólanna. Nýjar tengingar hafa kviknað og kennarar farnir að bæta þessum eiginleikum við eins og í t.d. í Hólabrekkuskóla þar sem unnið var með 3D líkön í þemaverkefnum nemenda.
3D prentuð verkefni tengt þemaverkefni í Hólabrekkuskóla
Síðast en ekki síst þá var Uppskeruhátíð MEMA nýsköpunarhraðalsins haldinn 14. desember, í sal Arion Banka í Borgartúni 19. Þar sem tuttugu og tvö teymi kepptu um að hljóta sigur titil MEMA 2022. Teymið frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti bar sigur úr býtum með lausn sína Fjallaflögur, næringar- og próteinrík matvara sem búin er til úr blóðmör og brauði.
Teymið vann að útfærslum að snakki sem hægt væri að búa til úr auðlindum landsins á sama tíma að minnka matarsóun og seðja hungur.
Mynd af MEMA sigurvegurum ásamt kennuum þeirra. F.h. Sigríður Ólafsdóttir Fagstjóri listnáms í FB, Harpa Dögg Kjartansdóttir Kjartan Thors Hagedorn-Olsen og Birna Ösp Traustadóttir.
Á myndina vantar einn teymismeðlim Theodoru Sveinsdóttir
Við þökkum fyrir árið sem er að líða og förum með tilhlökkun inn í árið 2023 þar sem við munum halda áfram að aðstoða fólk að þróa hugmyndir sínar og frumgerðir.

Comments