Opið Hús

 Á þriðjudögum er opið hús á milli klukkan 13 og 20, þá er starfsfólk Fab Lab Reykjavíkur á staðnum til að hjálpa fólki að koma hugmyndum sínum í verk. Á þessum tíma er starfsfólk Fab Lab til staðar til að aðstoða sem flesta við hugmyndir sínar. Ýmislegt er um að vera á opnu húsi og getur oft verið mjög mikið af fólki á staðnum að vinna í hugmyndum sínum. Því er mikilvægt að vinna sjáfstætt, sýna þolinmæði og vera hjálpsamur til að sem flestir fá svör við spurningum sínum. 

Opið hús er fyrir alla sem náð hafa 16 ára aldri en lögð er mikil áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og hjálpsemi.

Yngra hugvitsfólk er líka velkomið á Opið hús í fygld með fullorðnum.

 

Ef þú ert með skýra hugmynd í kollinum eða ert að vinna í nýsköpunarhugmynd má einnig bóka tíma í ráðgjöf gegnum reykjavik@fablab.is.

  • Facebook
  • Instagram

Fab Lab Reykjavík - Austurbergi 5 - 111 Reykjavík - reykjavik@fablab.is - 5705636