NÝSKÖPUN

Nýsköpunarhugmyndir og vöruþróun

Í Fab Lab er helsta áherslan á frumgerðarsmíð, þar sem tilraunarúgáfa nýsköpunarhugmyndarinnar er þróuð og prófuð. 

Í Fab Lab er tækjakostur er mjög góður og þekking til staðar til að hrinda hugmyndum í verk.

Í Fab Lab Reykjavík er fullkomið rafeindaverkstæði, cnc fræsarar, vínylskeri, laserskerar og þrívíddarprenntarar. Auk þess erum við með efni til mótagerðar auk fjölda annara tækja.

Frumgerðir sem eru í vinnslu hjá okkur eru komnar mis langt á veg. Þetta er allt frá því að vera nánast fullmótaðar hugmyndir þar sem einingis þarf að þróa afmarkaðan hluta hugmyndarinnar í Fab Lab. Til þess að vera hugmyndir sem enn eru fastar í kollinum á fólki og þurfa útrás. 

Hér verða til rafbílar, kerti, húsgögn, skrautmunir, hús, leikföng fatnaður og heilmikið af nýrri þekkingu.

 

Hægt er að bóka tíma í ráðgjöf í stafrænni framleiðslutækni. Fyrirtæki og hópar sem eru að vinna í vöruþróun geta jafnframt sótt um að tengiliðakort í Fab Lab Reykjavík.

Fyrstu skrefin

Hugmyndir sem enn eru í kollinum á fólki þarf að hlúa svolítið að þannig að hægt sé að búa hana til. Hér í Fab Lab vinna hugmyndasnillingar með ýmsa hæfileika, en ekkert okkar getur þó lesið hugsanir - enn sem komið er!

Til að við getum hjálpað þér með þína hugmynd þarft þú að

  • Skýra frá virkni hugmyndarinnar, hvað gerir lausnin og afhverju

  • ​Lýsa útliti hugmyndarinnar. Það má skissa hana upp með blaði og penna eða með ýmsum teikniforritum.

  • Svo má líka leira, nota legó eða nýta þann efnivið sem þér finnst þægilegastur. 

Við vitum ekki hvað þú ert að hugsa fyrr en þú sýnir okkur það.

Kíktu í opið hús og byrjaðu að teikna eða til að gera þína fyrstu þríviddarprenntun.

Þegar hugmyndin hefur verið mótuð tekur við vinna að frumgerðarsmíðinni. Það er mikið nám sem á sér stað í stafrænni framleiðslutækni til að hugmyndin verði að veruleika. Starfsfólk Fab Lab er hér til að aðstoða þig í þessu ferli og reynum að halda utan um okkar hugvitsfólk eftir bestu getu.

 

Einnig er hægt að greiða fólki fyrir að þróa vöurna fyrir sig.

Í Fab Lab má finna ýmsa tæknigrúskara sem geta tekið slíkt að sér og hafa heimild til að nýta fab lab í þeirri vinnu. 

  • Facebook
  • Instagram

Fab Lab Reykjavík - Austurbergi 5 - 111 Reykjavík - reykjavik@fablab.is - 5705636