NÁMSKEIÐ

Fab Lab Reykjavík og samstarfsaðilar halda fjölbreytt áhugaverð námskeið. Hér eru upplýsingar um næstu námskeið. En Fab Lab Reykjavík býður uppá allskonar námskeið fyrir allskonar skapandi fólk.

 

Fab Academy

Fab Academy er nám á vegum MIT háskóla sem kennt er í Fab Lab smiðjum um allan heim. Námið er á háskólastigi og byggir á námskeiði MIT háskóla, "How to make "almost" anything. Nemendur eiga því að geta búið til nánast hvað sem er við útskrift. Fab Academy námið hefst í janúar á ári hverju og lýkur sex mánuðum síðar.

 

FB

Grunnnámskeið og framhaldsnámskeið í Fab Lab á vegum Fjölbrautarskólans í Breiðholti sem hægt er að taka í dagskóla og kvöldskóla.

 Hægt er að velja um tvö námskeið;

  • Fab Lab 1 þar sem kennt verður á teikniforrit, vínylskera, laserskera og þrívíddarprenntara. 

  • Fab Lab 2 þar sem kennt verður á teikniforrit, shopbot fræsara

 

Sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki

Við bjóðum uppá sérsniðin námskeið fyrir fyrirtæki og stofnannir. Áherslur námskeiðanna eru tvíþætt, annarsvegar hafa fyrirtæki áhuga á að efla samvinnu og sköpunarfærni starfsmanna sinna og geta þá sótt Fab Hugmyndavinnustofu. Einnig höldum við námskeið í teikniforritum, þrívíddarprenntun, og annarri tækni sem fab lab hefur uppá að bjóða.

Sérsniðin námskeið fyrir skóla

Skólar eru stöðugt að bæta tækjakost sinn og hefur áhugi á stafrænni framleiðslutækni í námi aukist til muna. Lítil sköpunarrými í skólum hafa því verið að spretta upp. En til þess að tækin séu notuð þarf þekking á notkun þeirra að vera til staðar. Til að styðja við nýsköpunar og tæknimenntun býður Fab Lab Reykjavík uppá sérsniðin námskeið á þann tækjakost í sköpunarrýmum skólanna. Námskeiðinn eru sérsniðin að hverjum stað og því er kostnaður breytilegur

  • Facebook
  • Instagram

Fab Lab Reykjavík - Austurbergi 5 - 111 Reykjavík - reykjavik@fablab.is - 5705636