Leiserskeri

Leiserskeri getur skorið í gegn eða brennimerkt á hluti. Við bjóðum uppá koltvíoxiða (CO²) leiserskera og algengustu efnin eru: Pappír, bylgjupappír, krossviður, MDF, plexígler, leður og margar tegundir af textíl. Einnig er hægt að brennimerkja á gler og málma (málmurinn þarf að vera þakinn sér efni svo hann endurspegli ekki).

Almennar upplýsingar

 • Tekur PDF skjöl sem eru gerð í vector forriti (Inkscape eða Illustrator)

 • Skilur útlínur (stroke) sem eru 0.02mm í þykkt sem skurð

 • Skilur myndir (liti) til að brennimerkja

 • Skurðarflötur er 60x30cm á litlu og 100x70cm á stóra

 • Allir eru 40 vött

 • Taka allt að 6mm þykkt MDF, krossvið og plexígler

 • Hægt er að setja glös í skerana þegar notað er snúningsviðbótina

 • Það er ávallt eldhætta og því þarf alltaf einhver að vera við tækið meðan það er í notkun

 • Ekki má setja efni sem innihalda klór eða skaðleg efni t.d. PVC og vínyl.

 • Facebook
 • Instagram

Fab Lab Reykjavík - Austurbergi 5 - 111 Reykjavík - reykjavik@fablab.is - 5705636