Hugbúnaður

Til að nota tækin sem smiðjan býður upp á, þarf að nota forrit til að undirbúa skjöl sem tækin lesa. Flest forrit sem eru notuð, eru frí svo allir geta notað tækin.

rect1380.png

Inkscape

Laserskeri, Vínylskeri og Stór Fræsir

Inkscape er frítt vektorforrit sem hver sem er getur notað.

 

Windows, MacOS og Linux.

rect1391.png

Tinkercad

3D Prentari

Tinkercad er mjög gott fyrir byrjendur sem vilja læra á 3D prentara og þrívíddarhönnun.

Windows, MacOS og Linux.

Fusion 360

Fræsir, 3D prentari og Laserskeri

Fusion 360 er mjög kröftugt forrit til að hanna alls konar hluti. Getur hannað hluti í þrívíðu umhverfi fyrir tvívíðu tækin (laserskeri og fræstir t.d.) og einnig hannað þrívíða hluti.

Windows og MacOS

Cura

3D Prentari

Cura er sneiðaraforrit (slicer) sem tekur við þrívíðu skjali og breytir því í skjal sem 3D prentarar taka við.

Windows, MacOS og Linux.

Slicer for Fusion 360

Laserskerinn og Stóri Fræsirinn

Slicer for Fusion 360 er notað til þess að sneiða niður þrívíð skjöl fyrir laserskerana og stóra fræsinn.

Windows og MacOS

rect1390.png

V-Carve Pro

Stóri Fræsirinn

V-Carve Pro er notað til að undirbúa skjöl fyrir stóra fræsinn.

Windows

Arduino

Rafeindatæki

Arduino er textaforrit til að búa til virkni í ýmsum rafeindartækjum og íhlutum.

Windows, MacOS og Linux.

Gimp

Laserskeri

Gimp er myndvinnsluforrit sem er notað til að breyta myndum svo laserskerinn geti brennimerkt myndir á efni.

Windows, MacOS og Linux.

Blender

3D Prentari

Blender er mjög kröftugt og fjölnota þrívítt forrit sem er hægt að hanna í fyrir 3D prentarann.

Windows, MacOS og Linux.

Sculptris

3D Prentari

Sculptris er þrívítt forrit þar sem er hannað form eins og að leira.

Windows og MacOS

  • Facebook
  • Instagram

Fab Lab Reykjavík - Austurbergi 5 - 111 Reykjavík - reykjavik@fablab.is - 5705636