Dagskrá

Á opnunartímum er ýmislegt um að vera í Fab Lab, þar er fólk að vinna í hugmyndum sínum og kennsla af ýmsu tagi. Ávallt þarf að taka tillit til þeirrar starfsemi sem er í gangi hverju sinni og nauðsynlegt er að leggja sig fram við að vinna sjálfstætt eða að bóka tíma í ráðgjöf.

Sumaropnun

Opið Hús

Í sumar verður smiðjan ekki með opið hús frá 24. júní til 16 ágúst. Þeir sem hafa lært á tækin geta komið og notað tækin. Æskilegt er að hringja eða senda póst áður en er komið.

Á þriðjudögum er opið hús frá klukkan 13 - 20

þá er hægt að fá aðstoð við fyrstu skrefin við þróun hugmynda án þess að bóka það sérstaklega. 

Kynningar

Fab Lab kynningar fyrir hópa eru á mánudögum, kynning tekur um klukkustund. Þá Fab Lab kynnt og tæknin prófuð með skemmtilegum verkefnum. Kennarar geta bókað kynningu fyrir sinn hóp með því að hafa samband

Tengiliðir

Notendur

Tengiliðir með tengiliðakort geta bókað fyrir hópa sem þeir kenna sjálfir á miðvikudögum frá klukkan 10 - 12 og á fimmtudögum frá klukkan 9-11 

Notendur sem eru orðnir allveg sjálfstæðir á tækin og forritin geta komið á opnunar tímum utan opna hússins og nýtt aðstöðuna. Þeir sem nýta sér það þurfa að taka tillit til bókana og starfsemi. Æskilegt er að hafa samband gegnum tölvupóst eða síma áður en er komið

Covid

Vegna takmarkana höfum við lokað vikuna 3. til 9. ágúst. Munum uppfæra stöðuna við fyrsta tækifæri þegar frekari ákvarðanir verða gerðar.

  • Facebook
  • Instagram

Fab Lab Reykjavík - Austurbergi 5 - 111 Reykjavík - reykjavik@fablab.is - 5705636