top of page

Algengar spurningar

Hvað stendur Fab Lab fyrir?

Fab Lab stendur fyrir Fabrication Laboratory.

Hvað er Fab Lab?

Fab lab er smiðja sem býður upp á aðgengi að stafrænum tækjum til að búa til næstum hvað sem er.

Fyrir hvern er Fab Lab?

Fab Lab er fyrir hvern sem er sem vill nota tækin sem við höfum upp á að bjóða.

Hvaða tæki eru í Fab Lab?

Allar Fab Lab smiðjur deila sameiginlegum verkfærum og ferlum. Sumar Fab Lab smiðjur eru með vélar og búnað sem finnast ekki í öðrum Fab Lab smiðjum en Fab Lab smiðjur innihalda venjulega:

  • Geislaskerar 

  • 3d prentarar

  • Háupplausna stafræn fræsivél sem fræsir rafrásir

  • Stóran stafrænan fræsi

  • Safn af rafeindaíhlutum

  • Vínylskera

Fab Lab Reykjavík er með öll þessi tæki en að auki hefur Fab Lab Reykjavík stafræna útsaumsvél og svæði fyrir mótunargerð.

Hvað kostar að nota Fab Lab?

Aðgangur að Fab Lab smiðjum er ókeypis og öllum opin. Efnis- og búnaðarnotkun hefur í för með sér gjöld. Sjá verðskrá.

Er einhver á staðnum til að aðstoða?

Það er alltaf einhver á staðnum sem er til staðar að aðstoða við undirbúning á tölvuteikningu eða tæki. Á opnu húsunum eru fleiri starfsmenn tiltækir.

Hvenær má ég koma?

Hægt er að koma hvenær sem er á meðan við erum opin og ef þú ert að koma í fyrsta skipti, mælum við með því að koma á Opnu Húsin okkarð.

Hvað þarf ég að koma með?

Hægt er að koma með ekki neitt nema hugmynd eða áhuga á að nota tæki og við getum aðstoðað þig 

 

Þarf ég að bóka tækið/ráðgjöf?

Ekki er nauðsyn að bóka tæki nema þú viljir taka tækið frá og sleppa við biðröð (stóri fræsinn þarf alltaf að vera bókaður fyrirfram). Með ráðgjöf þarf ekki sérstaklega að bóka nema þú teljir þig vilja fá ótruflaða tíma með okkur.

Hvernig skjöl þarf ég að koma með?

Hvert tæki tekur við mismunandi skrám og hægt er að sjá nánar á síðum tækjanna.

Hvað má gera í Fab Lab?

Fab Lab er staður til þess að læra á tækni og þróa hugmyndir. Hægt er að nýta öll tækin í Fab Lab til þess að þróa hugmyndir og frumgerðir áður en farið er í fjöldaframleiðslu.

Hvað má ekki gera í Fab Lab?

Ekki er leyfilegt að búa til vopn þar með talið eftirhermur eða hlutir sem líkjast vopnum og/eða hluti sem geta verið hættulegir almenningi. Ekki er leyfilegt að búa til hluti sem brjóta á einkaleyfum.

Af hverju er Fab Lab mikilvægt?

Fab Lab er staður þar sem hver sem er hvar sem er getur búið til (næstum) hvað sem er. Það er staður til að skapa, finna upp, læra og nýsköpun. Fyrst og fremst veitir Fab Lab hverjum sem er aðgang að umhverfinu, verkfærum, færni og þekkingu til að hjálpa til við að láta hugmyndir lifna við. Fab Lab smiðjur er staður til þess að þróa hugmyndir og búa til frumgerðir áður en farið er í fjöldaframleiðslu eða mikinn kostnað.

 

Til hvers er Fab Lab?

Fab Lab er staður til að leika, skapa, leiðbeina og finna upp: staður fyrir nám og nýsköpun. Fab Labs veita aðgang að umhverfinu, færni, efni og háþróaðri tækni til að leyfa hverjum sem er hvar sem er að búa til (næstum) hvað sem er.

 

Hvernig stofna ég nýja Fab Lab smiðju?

Ódýrasta og fljótlegasta aðferðin til að stofna Fab Lab smiðju er að kaupa og setja það saman sjálfur og tryggja að þú hafir allan nauðsynlegan búnað. Fyrst og fremst er opinn aðgangur almennings að Fab Lab smiðjunni nauðsynlegur og Fab Lab smiðjan verður að taka þátt í stærra, alþjóðlegu Fab Lab neti. Sjá nánar á https://www.fablabs.io/

 

Hver stofnaði Fab Lab?

Neil Gershenfeld, prófessor í fjölmiðlalist og vísindum og stofnandi og forstöðumaður MIT Center for Bits and Atoms (CBA), er stofnandi Fab Lab.

Hvað eru margar Fab Lab smiðjur í heiminum?

Það eru yfir 2000 Fab Lab smiðjur í öllum heiminum í meira en 120 löndum. Á Íslandi eru 11 Fab Lab smiðjur.

bottom of page