Kennarar

Kennarar eru mikilvægur hluti Fab Lab samfélagsins, enda miðla þeir þekkingu sinni áfram til nemenda sinna. Þannig getur Fab Lab aukið tæknilæsi og sköpunarfærni fjölda fólks með því að þjálfa kennara. Kennarar sem hafa fengið þjálfun geta sótt um tengiliðakort í Fab Lab Reykjavík. Tengiliðakortið veitir kennurum heimild til að bóka vinnurýmið og tæki til að kenna sjálfstætt í Fab Lab Reykjavík. Með tengiliðakortinu geta skólar þannig fengið aukinn aðgang að Fab Lab.

Til að gerast tengiliður þarf að sýna fram á getu til að kenna í Fab Lab. Boðið er uppá tengiliða námskeið sem haldið er einu sinni á önn auk handleiðslu og stuðnings í fyrstu kennslustundum sem kennarinn stýrir í Fab Lab Reykjavík.

​Nánari upplýsingar veitir Hafey Hallgrímsdóttir

Kynningar

Fab Lab kynningar eru vinsælar og verða áfram í boði í Fab Lab Reykjavík, kynning tekur um klukkustund.

Þá er Fab Lab kynnt og tæknin prófuð með skemmtilegum verkefnum.

  • Facebook
  • Instagram

Fab Lab Reykjavík - Austurbergi 5 - 111 Reykjavík - reykjavik@fablab.is - 5705636